Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1937, Qupperneq 44

Kirkjuritið - 01.01.1937, Qupperneq 44
38 Kristleifur Þorsteinsson: KirkjuritiS. voru systkinasynir. Af þessu má ráða, að frændlið séra Eiriks var ekki í smámenna tölu. Svo var og um liann, að hann var áberandi maður, stór vexti, karlmannleg- ur, hispurslaus og blátt áfram, en ekki fágaður í orð- um. Drengur góður mun hann hafa verið talinn af þeim, sem þektu hann bezt. Á Lundi átti liann litla sögu, en síðar varð hann nafnkendur, m. a. þingmaður Snæfell- inga 1891—’99, og síðar prófastur í Strandasýslu og póstafgreiðslumaður á Stað í Hrútafirði. Hann fór frá Lundi að Breiðabólsstað á Skógarströnd 1885. Síðan að Staðarstað, en síðast að Prestsbakka í Hrútafirði. Kona séra Eiriks var Vilhorg Jónsdóttir, prests á Auð- kúlu. Voru þau hjón systrabörn. Börn þeirra eru Jó- hanna, Gísli og Jón, bændur á Stað í Hrútafirði. Ólafur Ólafsson vígðist að Lundi 1885. Hann var kaup- mannsson úr Hafnarfirði. Kona hans var Ingibjörg Páls- dóttir, sjrstir séra Jens Pálssonar síðast í Görðum að Alftanesi. Séra Ólafur var hagur og listhneigður. Léttur á fæti og snar i hreyfingum, áhugasamur og fylginn sér. Var hann bezti liðsmaður í öllum þeim málum, sem til heilla horfðu, bæði í sveit og sýslu. Búnaðist honum ágætlega, enda var stjórnsemi og myndarskap lconu hansvið brugðið. Voru þau hjúasæl og slitu aldrei trj'gð við það fólk, sem hjá þeim vann. Eftir lö ára prestsþjónuslu á Lundi, fékk séra Ólafur Hjarð- arholt í Dölum, 1902. Þar stofnaði hann og starfrækti samhliða prestsembæltinu skóla með líku sniði og hér- aðsskóla þá, sem um það leyti voru að rísa upp, en hefir siðan fjölgað og þeir eflzt á ýmsa lund. — Skóli séra Ólafs, ásamt heimili þeirra hjóna i Hjarðarholti, þótti ungu fólki, sem þangað sótti, sannnefndur sælu- staður. Eiga margir Borðfirðingar, sem þangað sóttu nám, kærar minningar frá þeim tímum. Séra Ólafur og Ingibjörg kona hans fluttu til Reykja- víkur frá Hjarðarholti. Lézt hann þar 1935, en kona hans 1929.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.