Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 5
Kirkjuritið. Syngið nýjan söng. 83 Maríu: Önd niín miklar Drottin, Mágnificat, eða spádóm Zakaria: Lofaður sé Drottinn, Guð ísraels, Benedictus, eða bæn Símonar: Nú lætur þú lierra, Nunc dimittis. Víða hregður og fvrir svipuðu, eins og í lofsöng englanna: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum. Þá má og finna hrvnjandi í mörgum ummælum Jesú, euis og sæluboðunum Fjallræðunnar og vei-hrópum refsiræðunnar. Og' á fjölda mörgum stöðum eru lilið- stæðurnar eða andstæðurnar, sem einkenna liebreskan skáldskap, svo skýrar og skarpar, að enginn efi er á jrvi, þar er um rím að ræða. Þá þarf ekki að lesa Pálsbréf lengi til þess að sjá, að liaim er sjálfur stórskáld. Alkunnastur er lofsöngurinn nafntogaði, um kærleikann og lians dásamlegu áhrif á lnanninn, i 1. Kor. 13: Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika, j'rði eg hljómandi málmur og hvellandi bjalla. ^n miklu víðar fer stíll Páls í ljóð. Eg vil benda þar á 8. ^ap. Rómverjabréfsins: Svo er þá engin fyrirdæming f'yrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. Þar er t. d. þetta í: f5ví að ég hyg'g', að ekki séu þjáningar þessa heims neitt 1 samanburði við jiá dýrð, sem á oss mun opinberast. því að þrá'skepnunnar bíður eftir opinberun Guðs sona s. frv. Hann leggur svo eyrun við röddum tilverunnar °g heyrir alla skepnuna, alt hið skapaða, stvnja. Það eru fæðingarhríðirnar, sem eru byrjaðar, fæðingarhríð- lr hins nýja tíma, nýju aldar. Svona talar ekki óskáld- fegur maður. En smámsaman tekur efnið hann svo, að einnig formið fer að lyftast til flugs. Og þessi er endir- nin: Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, né englar né tignir, né hið yfirstandandi, né bið ókomna, né kraftar, né hæð, né dýpt, né nokkuð annað af sköpunarverkinu muni gela gjört oss viðskila við kær-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.