Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 14
92 M. J.: Syngið nýjan söng. Kirkjuritið. í bókinni. Það má þá seinna raða þeim þar, sem þeir eiga heima vegna efnisins, og fella niður aðra, þegar tími virðist til þess kominn. Um fram alt, slökkvum ekki andann! Látum ekki form eða fullkomið samræmi í sálmabókunum hindra frá því, að nota jafn dýrmætar Guðs gjafir eins og fagr- ir sálmar eru, heldur hvetjum til starfa alla þá, sem til þess hafa hæfileika, að gefa kirkju vorri nýja sálma. Því að það er einn hinn fegursti lífsvottur, að einnig vor kynslóð geti sungið Drotni nýjan söng! Magnús Jónsson. SÁLMUR. Oss Jesús Kristur kallar til konunglegrar hallar, til föðurhúsa heim, til ljóssins líknarsvæða, til lífsins sigurhæða, því fögnum glaðir gesti þeim. Þeim, sem í myrkri situr, hann sælu boðskap flytur, um gæzku Guðs og náð, og öllum þunga þjáðum og þreyttum, hreldum, smáðum, hann býður huggun, hjálp og náð. Hann hógvær hingað kemur, og hjá oss staðar nemur, ó, heyrum boðskap hans. Hann biður, laðar, leiðir og líknarfaðm út breiðir og heyrir andvörp aumingjans. Til hans því huga snúum, og hjörtun undirbúum og hlýðum röddu hans í he'imi harms og nauða, en hverfum svo í dauða og förum til vors föðurlands. Svo gefi Guð og faðir, vér getum sameinaðir við náðar hástól hans í sæluvist um síðir þar sungið helgar tíðir — í flokki mikla meistarans. Vilhjálmur Ólafsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.