Kirkjuritið - 01.03.1937, Síða 23

Kirkjuritið - 01.03.1937, Síða 23
SKÍRDAGSSÁLMUR. Kirkjuritið. Ég kem, ó Drottinn Kristur, á þinn fund og kýs að eiga með þér hljóða stund. Mig langar helgu lífssambandi að ná — ó, lít á mína dýpstu hjartaþrá. Mitt hjarta er órótt, — þráir ákaft þig, — og þú einn, Drottinn, getur blessað mig. Ó, herra, seg: „Þitt hjarta ei ótttast skal“, þótt harmaskuggar fylli jarðlífsdal. Ég bið þig, herra: Hreinsa líf og sál, mitt hjarta’ og önd, mitt skyn og vit og mál — já, alt, — já, alt — jafnt opinbert og leynt — gjör alt af miskunn þinni skírt og hreint. Ó, góði Jcsús, tak á móti mér, og mig lát verða frjóvan kvist á þér. Ó, Drottinn, vert mér dögg og andlegt skjól. Ó, Drottinn, send mér bjarta skírdagssól. Svo vil ég ganga út í starf og stríð. Mig styður innri vissa himinblíð: Að ég sé Guðs og Guð sé líka minn, — mín geymi, Drottinn, helgur máttur þinn. Og enn, er hinzti dagur lífs míns dvín, ég, Drottinn Kristur, eins mun njóta þín: Er sökkva í dauðans sorta foldarból, mér sífelt lýsa mun þín skírdagssól. Vahl. V. Snævarr

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.