Kirkjuritið - 01.03.1937, Page 33

Kirkjuritið - 01.03.1937, Page 33
KirkjuritiÖ. Um kristniboð. 111 Ungur íslendingur, Jóhann Hannesson, ættaður úr Urafningi í Árnessýslu, hefir verið nokkur ár i aðal- ^ristniboðsskóla Norðmanna í Stavangri og síðastliðið v°r lokið guðfræðisnámi við háskóla íslands. Hann ætlar aÖ gerast kristniboði líldegast i Kína. — Kristniboðs- sanibandið befir stutl bann til náms, og getur væntan- *ega stutt liann áfram, þótt Jóhann muni a. m. k. fj'rst 11 ni sinn verða á vegum aðalkristniboðsfélags Norð- •nanna, er nefnist Det norske Missionsselskab. Þegar þetta, sem bér hefir verið lauslega nefnt, er ^orið saman við mörgu og fjölmennu kristniboðsfélögiu 1 öðrum löndum, sum bver með mörg hundruð kristni- ö°ða, þá verður það alt harla smátt, sem vér gerum eða höfum gert í þessum efnum. Pinnar eru laldir fátæk þjóð, þó styðja þeir um 100 kristniboða erlendis og gefa til kristniboðs árlega sið- Ustu árin, sem svarar 20 aurum á hvern íbúa Finnlands. Uanir styðja um 350 kristniboða og gefa árlega lil kfistniboðs um 00 aura á hvern mann i Danmörku. Svíar styðja um 730 kristniboða og gefa um 75 aura ai'lega á livern íbúa til kristniboðs. ÁTorðmenn styðja um 350 kristniboða og gefa um 112 aura á mann til kristniboðs. En vér íslendingar styðjum einn og gefum um 5 aura a íuann til kristniboðs siðustu árin. En samt er það satt, að þessi litli vísir liefir orðið oss sjalfum, sem að starfinu vinnum, til mikillar blessunar, eins og margir og margar geta borið um, sem verið hafa niörg ár í kristniboðsfélögum, og því segjum vér hik- taust til kristindómsvina: Komið sjálfir og dæmið svo um starfið og áhrif þess. Því mælum vér og hiklaust með bví, að trúað áhugafólk rejmi að stofna fleiri félög, svo Vlða um land, sem unt er. Það eru ekki peningagjafirnar hl starfsins, sem eru neitt aðalatriði, heldur hitt: Að lesa guðsorð, biðja saman og tala saman um málefni Guðs ríkis fjær og nær. Það þroskar einstaklingana, ger-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.