Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 20
14 Regin Prenter: .Tanúar. Danmörku. Yér liöfum orðið að vakna til skilnings á þvi, að vér erum einn hluti álfunnar og að það getur orðið oss erfiðara á komandi tímum en nú er það. Þannig er þá starfssvið kirkjunnar. Annarsvegar er þjóðin klofin sundur. Hinsvegar ógnar henni allri sama liættan og hvetur til samtaka. Þegar svo horfir, verður tækifærið, sem kirkjunni gefst, og hlutverk hennar ef til vill enn meira en nokk- uru sinni fyr. Það má jafnvel taka svo djúpt í árinni að segja: Ef hún hregst þessu hlutverki, þá er þjóðin dauða- dæmd. Kirkjan ein getur sameinað, kirkjan ein hefir þann boðskap að flytja, er getur veitt hugrekki og þrótt til þess að stríða og líða á þrautatímum. Kreppan hjá oss er ekki aðeins fjárhagsleg og stjórnarfarsleg, heldur einnig andleg. Því aðeins að danska þjóðin í heild sinni öðlist trúna á Guð og viljann til þess að bera hyrðar og færa fórnir, mun henni hvergi lirapa heill á kom- andi tímum. Kirkjunni stendur nú til boða tækifærið mikla — hversu ókleift hlutverk, sem það kann ella að virðast — að leiða þessa þjóð til trúar á Krist, nú er flestir virðast snúa við honum baki. II. Barátta dönsku kirkjunnar fyrir skilningi á sjálfri sér verðum vér einnig að athuga til þess að sjá, hvaða færi kirkjan í Danmörku eigi nú á því að fá þjóðina á sitt mál. Þessu stríði verð ég að lýsa mjög alment og mun liætt við því, að persónulegs sjónarmiðs sjálfs mín gæti um of. Fyrir mér, mjög ungum manni, er mest um það vert, sem gerisl á þessum árum i guðfræðinni og prédik- unarstarfinu. Stendur það í sambandi við hinn nýja skilning á siðabótinni, sem vér höfum öðlast fyrir áhrif- in frá þýzku játningakirkjunni og guðfræði Karls Barths. Hér er um að ræða nýjan skilning hjá kirkjunni á hlut- verki sjálfrar sín. Ég get ef til vill orðað þetta þannig: A fyrsta fjórðungi þessarar aldar virtist kirkjuleiðtog-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.