Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 31
Kirkjuritið. Ferð um N.-Múlaprófastsdæmi. 25 Gistum við á mánudagsnóttina í Bót, hjá Stefáni tengdasyni Vald. Snævarr, eins og við liöfðum gert nóttina áður. Hélt ég bar þá stutta heimilisguðsþjónustu á sunnudagsmorguninn, áð- ur en farið var að Stóra-Bakka. Var svo á mánudagsmorgun snemma haldið af stað í bifreið að Ketilsstöðum í Hjaltastaða- þinghá, en þar áttum við von á hestum frá sira Vigf. Ingvari Sigurðssyni á Desjarmýri. Lét hann heldur ekki sitja við orðin tóm, því þegar við höfðum beðið þar stutta stund, birtist hann 'neð reiðskjótana sjálfur. Var nú haldið af stað og yfir í Njarð- víkur. Höfðum við ætlað að halda samkomu i ieiðinni í Njarðvík, en úr því gat ekki orðið vegna veikinda þar. Héldum við því áfram, yfir Njarðvíkurskriður til Bakkagerðis i Borgarfirði. Var húið að auglýsa þar samkomu i kirkjunni kl. 5, en þegar þangað kom, var brakandi þerrir og allir í heyskap. Var J)að fyrsti þurk- dagurinn Jiá í langan tíma. Sáum við fljótt, að taðan mundi toga á móti okkur, og sennilega veita betur. Kom l>að líka á daginn, því þegar við vorum rétt komnir af hestbaki, fengum við boð frá allmörgum sóknarmönnum, með tilmælum um að fresta sam- komunni til kl. hálf-átta. Gerðum við það og launaðist vel, þvi kirkjusókn var ágæt. Að lokinni samkomunni liéldum við með sóknarprestinum heim að Desjarmýri, þar sem við gis'tum um nóttina. Skilaði hann okkur svo næsta dag aftur að Ketilsstöð- um, og má þar með telja ferð okkar lokið. Skeggjastaðapresta- kall fórum við ekki í; fréttum við, að presturinn væri eklci heima, og líka hefði það tekið meiri tíma en ég mátti sjá af. Skildum við Snævarr á Egilsstöðum fimtudaginn 29. júli og hélt þá hver heim til sín. Vil ég hérmeð bera honum þakkir mínar fyrir góða samvinnu. Yfirleitt verður ekki annað sagt, þegar litið er til baka, en að ferðin hafi gengið ókjósanlega, þó ýmislegt hefði mátt fara betur. Undirbúningur undir slíkar ferðir verður að vera mjög góður, þó hægt sé að visu að nota símann mikið til auglýsinga, þegar komið er í sveitirnar. En l>að þarf nákunnuga menn til þess að skipuleggja ferðaáætlanirnar fýrirfram, svo að árangur verði eins og orðið getur. Fyrri hluta ferðarinnar var veður leiðinlegt, sífeld rigning og súld, en síðari hlutann sólskin og þurkur. Mun það nokkuð liafa spilt fyrir aðsókn, þó*liún yfirleitt mætti teljast mjög góð. Við fengum aldrei tækifæri til að heimsækja síra Sigurjón Jónsson á Kirkjubæ. Þann tíma, sem við dvöldum í Héraðinu, var hann á sífeldum ferðalögum i embættiserindum. Hittum við hann aðeins á förnum vegi, og sagði hann mér þá, að ef hann teldi Möðru- dalssókn með, væri prestakall hans 100 km. á annan veginn, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.