Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 42
36 Á. S.: Séra Ólafur Ólafsson. Janúar. var lej^st. Þá þýddi og séra Ólafur á íslenzku ágæt al- þýðufræðslurit erlend, svo sem „Þjóðmenningarsögu Norðurálfunnar“, „Hjálpaðu þér sjálfur“ og „Foreldrar og börn“. Vann liann með þessu fræðslustarf, sem mörg- um varð til blessunar. Meðan séra Ólafur var prestur í Arnarbæli, bjó liann marga pilta undir skóla, sem nú eru orðnir merkir menn. Var hann kennari ágætur, og minnast lærisveinarnir hans, konu hans og heimilis með þakkarhug. Eftir að séra Ólafur hafði látið af prestsemhætti við Fríkirkjuna í Reykjavík, ritaði hann á 25 ára afmæli safnaðarins árið 1924 „Minningarrit Fríkirkjunnar í Reykjavík“, fróðlegt rit, er sýnir vöxt og viðgang safn- aðarins til þess tíma. Ennfremur setti hann eftirmann sinn, séra Árna Sigurðsson inn i embætti, og vígði kirkj- una í þriðja sinn, er stækkun liafði farið fram á henni árið 1924. Séra Ólafur var mikill maður vexti og hinn karlmann- legasti, fríður og svipstór í andliti, augnatillit djarft og hvasst, röddin bæði mikil og fögur, og orðaval jafnt i ræðu sem riti ramíslenzkt, alþýðlegt og kjarnmikið. Hann var skapríkur tilfinningamaður, og orð hans fóru heint „frá hjartanu til hjartans“, þegar honum tókst upp. Það var því engin furða, þótt séra Ólafur næði fram í röð hinna áhrifamestu kennimanna, og vrði fjölda manna ógleymanlegur. Þrek séra Ólafs entist honum bæði vel og lengi, svo mjög sem á það reyndi í ýmsum mannraunum æfinnar. En loks tóku hinir miklu kraflar að þverra. Og eftir svip- legt fráfall sonar lians, Guðmundar hæstaréttarmála- flutningsmanns vorið 1935, fór honum síhnignandi. En löngu áður liafði hann mist annan tveggja sona sinna, Ólaf að nafni, hinn efnilegasta svein, á barnsaldri. Varð hinn siðari missir föðurhjarta öldungsins ofraun, og sótti hann þó mikinn styrk í trú sína. En fram til hins síðasta lifði í glæðum hins gamla áhuga, sem á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.