Kirkjuritið - 01.01.1938, Side 43

Kirkjuritið - 01.01.1938, Side 43
Kirkjuritið. íslenzkar bækur. 37 þroska- og starfsárum haföi veriö honum svo rik livöt til djarfmannlegrar lifsbaráttu. En dauðinn veitti hon- um friðsæla lausn frá öllum lieimsins hörmum á mjög hagkvæmum tíma. Eftir lifir hans ágæta kona, frú Guð- ríður, háöldruð og þrotin að heilsu, og þrir ungir sonar- synir, nú búsettir í Kaupmannahöfn. Útför séra Ólafs fór fram frá frikirkjunni í Reykja- vík laugardaginn 4. des. síðastl. að viðstöddu miklu fjöl- menni. Við útför hans töluðu séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup, samverkamaður séra Ólafs um mörg ár, og fri- kirkjuprestarnir báðir, séra Árni Sigurðsson og séra Jón Auðuns. Ég vil svo Ijúka þessum minningarorðum um séra Ólaf Ólafsson með þeirri ósk, að hinni íslenzku kirkju megi gefast af Guði sem flestir áhrifamenn, slíkir sem séra Ólafur var. Árni Sigurðsson. ÍSLENZKAR BÆKUR sendar til umsagnar. Kver til fermingarundirbúnings ungmenna. Þorsteinn Kristjáns- •son tók saman. ísafoldarprentsmiðja, Rvík. 1937. Þetta kver, sem ber vitni um lofsverðan dugnað og áhuga höfundar, er hin síðasta tilraun, sem fram hefir komið til að bæta úr þeirri þörf, sem margir prestar finna á því að hafa hand- hæga og heppilega bók til afnota við fermingarundirbúning barna. Höfundur hefur valið þá leið, að skipa allmörgum merk- um ritningarstöðum saman eftir efni, og er röðin trúfræðileg og í aðalatriðum þessi: Kenningin um Guð,-um manninn, um Jesú Krist, um samband Guðs' og manns, um siðgóða hreytni og um siðustu afdrifin. í viðbæti eru siðan „Faðir vor<l og blessunar- orðin, boðorðin og trúarjátningin. Það er vafalaust rétt aðferð, að byggja uppfræðslu í kristnum dómi fyrst og frems't á frumheimildunum, og fyrir niínum skiln- ingi er ekki þörf annarar kennslubókar í kristnum fræðum en

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.