Kirkjuritið - 01.10.1938, Qupperneq 4

Kirkjuritið - 01.10.1938, Qupperneq 4
Ásmundur GuÖmundsson: öktóber. 334 I. Stefna vor allra á að vera ein og hin sama. Vér meg- um ekki legg'ja sundruð á næsta áfangann. Göturnar, sem greindust sundur um skeið, eiga uú að mætast aftur. Fer svo víða í öðrum menningarlönd- um, að bilið mjókkar milli fylgisinanna frjálslyndrar guðfræði og íhaldssamrar, hvorir um sig' færast nær hinum. Einingarstefnu, svonefndri, er ætlað að ráða. Því að kristnir menn skilja það mjög margir, að um miklu meira er að ræða en skoðanamun þeirra innbyrð- is. Hann er lítils verður hjá því, sem nú er í liúfi: Á kristnin að lialda velli i heiminum, eða þoka fyrir lieiðn- inni? Eiga efnishyggjan og hnefarétturinn að drotna einráð? Eða fær kærleiksandi kristindómsins að gagn- rýna líf einstaklinga og þjóða? Að þvi her öllum kristn- um mönnum að vinna sameiginlega. Það er hið mikla hlutverk þeirra. En þeir eru alls ómegnugir þess, að inna það af höndum klofnir í flokka, er deila sin í milli og láta ófriðlega. Hugsjón Ivrists: „Allir eiga þeir að vera eitt“ vakir í ýmsum kristnum löndum, og þrótt- meiri átök eru hafin fyrir hana en áður um hríð. Hún liefir einnig snortið oss hér á Islandi. Oss er að verða miklu ljósara gilcli samtakanna heldur en var fyr- ir fáum árum. Háværar trúmáladeilur eru að mestu þagnaðar, nema hvað stöku sinnum heyrast hjáróma raddir hér og' þar. Vér erum að þessu levti að vitkast og þroskast og skilja betur kall tímans. En svo mikið höfum vér þó ekki lærl enn, að vér þurfum ekki að gjalda fylstu varúðar við því, að fara aftur að deila hvorir á aðra, telja oss hafa allan sannleikann, en hina vaða i villu og svíma, er hugsa á annan veg. í einum flokki og' hræðralagi eigum vér að halda næsta áfangann. Vér megum ekki við því að tvístrast, heldur verðum að styrkja livert annað til þess, að kirkjan á Is- landi fái veitt þá forystu í þjóðlífinu, er þörfin krefur og Guð vi 11. Þess er ekki að vænta, að fult mark verði

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.