Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 6
336 Ásmundur Guðmundsson: Öktóber. kapp á það, að leiða í Ijós veilur í trúarkenningum kirkj- unnar og rifu það niður, sem þeim virtist úrelt og skakt, og sumt af því mátti sannarlega falla. Þeir beittu mik- illi gagnrýni við rannsóknir sínar á ritum Biblíunnar og komust að nýjum niðurstöðum um uppruna sumra þeirra. Þeir létu stjórnast af vísindaábuga og einlægri löngun til þess að fella alt annað úr gildi en það, sem væri satt. En ekki lifir neinn maður né nein þjóð, trúarlega eða siðferðilega, á því einu, að bin eða þessi trúarkenning kirkjunnar sé röng, eða margar missagnir finnist í rit- um Biblíunnar, eða þau séu samin á öðrum tímum, eða af öðrum mönnum en liingað til befir verið álitið. Þeir sem hafa lagl einhliða áherzlu á slika gagnrýni hafa því stundum gefið bungruðum steina fyrir brauð. Hinir aftur á móti, eldri stefnu mennirnir, hafa ekki aðeins var- ið það, er þeim er heilagt og dýrmætt, svo sem rétt er og fagurt og skylt, heldur hafa þeir stöku sinuum í ákaf- anum ekki greint liveiti frá illgresi og rifið hveitið upp. Iljá þeim hefir einnig borið á neikvæðu starfi að því leyti, að lielzt til mikið af þrótti þeirra hefir farið í það, að kveða upp þunga dóma yfir skoðunum nýju, og eldmóður þeirra nærst um of við baráttu gegn þeim, sem hugsað liafa í trúarefnum á annan veg en þeir. Stefna kirkjunnar á að verða jákvæðari. Það sem nei- kvætt er stoðar nú lítt eða ekki. Spurningin, sem borin er fram við kirkjuna af nútímakynslóðinni, er og verður þessi, brýn og skýlaus: Getur þú veitt mér það, sem svalar dýpstu þrá minni og gefur mér frið? Megnar þú að boða ríkið, þar sem þeir, er hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, niunu saddir verða? Við þeirri spurningu þarf kirkjan að eiga ljóst svar. Já, meira en það. Hún verður einnig að sýna svarið með stefnu sinni. En bvernig? Hún á að benda til bans, sem einn befir talað hið fullkomna Guðs orð — sein dirfðist að rísa gegn öllu lágu og lítilsigldu í kenn'ingum trúarbragðanna, jafnvel í helgiritunum bjá sinni eigin þjóð, og mæla með

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.