Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 8
338 Ásmundur Guðmundssoh: Október. II. Vér vitum þá, hvert stefna skal. En hvernig eigum vér svo að öðru leyli að haga för- inni næsta áfangann? Við þeirri spurningu eigum vér óefað fjölda af svör- um, og gæti orðið efni í marga fyrirlestra. En ég ætla aðeins í stuttu máli að drepa á fátt eitt, er mér þykir mjög miklu skifta. Um starf kristninnar fyrir börnin varðar allra mest. I því eru mæðurnar fyrst og fremst æðstu prestar, og skal um fram alt heita á þær lil forystu. Ýmsir segja, að alvöruleysi og léttúð ungu kynslóðarinnar sé orðin á svo háu stigi, að ekki megi mikils vænta í þessum efn- um af mæðrum framtíðarinnar. En einhverju svipuðu hefir sennilega löngum verið haldið fram á liðnum öld- um, og er naumast meir takandi mark á þvi nú en þá. Þegar æðsta og helgasla alvara lífsins kallar, þegar harnsaugun horfa við móður sinni, þá ómar Guðs rödd inst í sál henni og löngunin vaknar að lifa fyrir barnið — fórna sér fyrir það. Og sá kristindómur verður líf bæði fyrir móðurina og barnið. Á þessu sviði, starfssviði móðurinnar fyrir börnin sín, hafa verið unnin mestu afreksverk á Islandi, og mun svo enn. Þar sjáum vér mæður kristninnar í landinu, er sízt af öllu má van- treysta. Kirkjan á að hlutasl til um það, að þessir beztu starfsmenn hennar fái hlutdeild í þeirri þekkingu, sem uppeldisvísindi vorra tíma eiga bezta að bjóða, á trúar- lífi barna og sálarlífi yfirleitt, og hvernig það megi ná sem eðlilegustum og heilbrigðustum þroska. Því að ein- hver allra merkasta niðurstaða þessara vísinda er sú, að fyrstu ár barnsins ráði mestu um það, hvernig skap- gerð þess mótist, og þá verði lögð að nokkuru leyti und- irstaðan undir æfi þess síðar. I ljósi þeirrar þekkingar allrar á hverri móður — og hverjum föður — að veitast léttar að ala upp börn sín í anda orða Jesú: „Leyfið börnunum að koma til mín, því að slíkra er guðsríkið".

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.