Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 10
340 Ásmundur Guðmuudsson: Oklóber. hlið að glæðingu trúarlifs barnanna, í kenslustundum, við barnaguðsþjónustur, í sunnudagaskólum, á heimil- unum, eða á annan hátl. Ekkert yrði til meiri heilla landi og lýð. Börnin í dag eru íslenzka þjóðin á morgun. Þá hafa einnig unglingar fylstu þörf á leiðsögu kirkj- unnar og hjálp, þótt þeir séu margir tregir til að leita liennar að fyrra bragði. Á unglingsárunum taka oft að blása hvassir vindar og feykja því slundum um koll, sem var bernskuskjólið. Mér kemur í hug saga af ungum manni frá því í vetur, þegar ofsarokið gekk yfir landið. I vikinni, þar sem hann átti heima, skall stormurinn á húsi hans og það hrundi yfir hann og fólkið, sem í því var. I fyrstu lá liann höggdofa, en tók svo á rás ringl- aður, eitthvað á burt. Þá sá hann kirkjuna og rankaði við sér, sneri aftur að húsrústunum og fékk undrakraft til þess að bjarga mannslífi, meiri kraft en aðrir fengu skilið. Það er þetta, sem þarf lil á mestu liættustundum og örlagaslundum æskumannanna, þegar þeim finst alt vera að falla, að þeir sjái kirkjuna. í kaþólskum sið hér á landi loguðu Ijós í kirkjunum nætur og daga og leið- beindu vegfarendum í myrkri og hríð. Þær, sem stóðu við slröndina, voru vitar, er vörpuðu geislum út á hafið með hughreystingu og lífgjöf. Þannig skyldi enn and- lega hverjum þeim til handa, er finst hann vera „eiu- mana, ráðlaus með brotið fley". Unglingarnir þurfa að eiga vin, er þeir bera traust til, vin, sem getur benl þeim á kirkjuna og opnað hana fyrir þeim, þegar þeim finsl fokið í skjólin og enga örugga fótfestu að fá. Og þeir unglingar eru áreiðanlega margir, sem lifa slíkar stundir fyr eða síðar og framtíð þeirra liggur við, að þeir taki með trú og kjarki. Þá er það hörmulegt, ef þeir geta engum sagt allan hug né leitað styrks hjá, hvorki móður, föður, kennara, presti né öðrum. A þessu sviði, skilst mér, að prestarnir eigi alveg sér- stakt köllunarverk að vinila, þeir sem veittu unglingun- um áður kenslu í kristnum fræðum og fermdu þá. Ekki

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.