Kirkjuritið - 01.10.1938, Síða 11

Kirkjuritið - 01.10.1938, Síða 11
Kirkjuritið. Næsti áfanginn. 341 svo að skilja, að þeir leiti á með spurningum, heldur þannig, að unglingarnir finni, að þeir séu einlægir vinir þeirra og allaf viðbúnir að hlusta á þá með skilningi og samúð. En til þess verða preslarnir að halda áfram að standa i sambandi við fermingarbörn sín svo sem auðið er. í öðrum löndum fer það nú í vöxt, að haldin sé í kirkjunum afmælishátíð fermingarinnar, og það mun einnig hafa átt sér stað hér á landi. En meira er þó um það vert, að prestarnir stofni eða slvðji unglingafélög í sóknum sínum, hvort sem þau heita Iv. F. U. M. eða Iv., skátafélög, unglingastúkur, ungmennafélög eða annað. Og vakir nú sú hugsjón hjá mörgum, að innan fárra ára hér frá verði unnið að þessháttar félagsstarfi af prestun- um í öllum preslaköllum Iandsins. Unglingafræðslan á einnig að vera svo sem við verður komið í liöndum prestanna, eins og var á liðhum tímum til þjóðarheilla, annaðhvort þannig, að þeir taki unglinga til kenslu heim til sín, eða unglingaskólar verði í námunda við prests- setrin, svo að prestarnir geli annast nokkura fræðslu við þá. Verði þannig hagað förinni, mun æskan vissulega á sinum tíma rétta oss örfandi hönd. Fyrir fulltíða kynslóðina og alt þjóðlífið i heild sinni virðist mér þörf á því, að kirkjan verði mannasættir, friðargjafi og aflvaki til nýrra sameiginlegra álaka. Mikl- ir erfiðleikar eru framundan fyrir þjóðina á komandi árum og áratugum, og niðasorti striðshættunnar grúfir vfir heiminum. Þetta er auðsætt öllum, sem komnir eru til vils og ára og vilja sjá. Og vér megum ekki ætla oss þá dul, að vér sigrumst á raununum fjandsamlegir hver- ir öðrum i heiðinni þjóðmálabaráttu. Það væri óvits æði. En hinsvegar verður oss að vera það ljóst, að vér eigum ærinn þrótt og þrautsegju, vit og kjark til þess, að kom- sisl fram úr hættunum og ógöngunum i trú á Guð sem kristin þjóð. Það er syndin mikja, vorrar þjóðar og annara, að hafa

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.