Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 20
350 Friðrik J. Rafnar: Oktober. spyrja Háskólaráð eða deildarkennara. Felur ráðherr- ann Svía þessum að yfirlíta verkefnin og kveða upp dóm. Varð dr. Nygren við þessari beiðni ráðherrans, og liljóðaði úrskurður lians á þá leið, að Sigurður Ein- arsson væri einn til starfsins liæfur, en liinir tveir, þeir séra Björn Magnússon og séra Benjamín Kristjánsson, kæmu livergi til greina. Eftir þessum úrskurði, þessa eina manns, fer svo ráðherrann og veitir Sigurði Ein- arssyni kennaraembættið í guðfræði við Háskóla Islands. Ég rek svo ekki gang málsins lengur eða skrif þau, sem um málið liafa verið gefin út. Á ég þar aðallega við deilurit kenslumálaráðherra og guðfræðideildar og Há- skólans sem heildar. Ég fer hér heldur ekki út í viðtök- ur Alþingis á málinu, eða það sem öflugustu stjórnmála- flokkarnir á Alþingi létust mundu gera. Vænti alþjóð þess, eftir tali og framkomu flokkanna, að málið yrði þar tekið föstum tökum, og eitthvað gert. En það varð nú ekki. Það kom talsverður hvellur fyrst í stað, en svo varð þögn. Sennilega hefir þar eitthvað gerst á bak við, sem enginn fær að vita um, og málið svo látið verða úti á öræfum stjórnmálanna. En þrátt fyrir það verður þó ekki hjá því koinist að álykta svo, að með atferli kenslumálaráðherrans sé að minsta kosti andi, ef ekki blátt áfram bókstafur 6. gr. Háskólalaganna þverbrot- inn. Þar mælir svo fyrir, að umsagnar hlutaðeigandi Háskóladeildar skuli ávalt leitað, áður en kennari er skip- aður eða settur við Háskólann. Til þess eins hlýtur þetta að vera í lögin sett, að löggjafinn ætlast til að ráðherra hafi þessa umsögn að einhverju. En hér sýnir ráðherr- ann fult einræði. Hann lnmdsar umsögn og álit merk- ustu guðfræðinga þjóðarinnar, þeirra manna, sem flesta presta liafa búið undir starf sitt, manna, sem alþjóð eru kunnir fyrir fræðimensku og heiðarleik og sem liljóta að hafa allra manna bezt vit á því, hverskonar undir- búningur er haganlegastur undir prestsstarf, þar sem þeir allir hafa um lengri eða skemri tíma verið starfandi

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.