Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 21
KirkjuritiS. Kirkjan og dósentsmálið. 351 prestar og ýmist eru gamlir nemendur eða kennarar Prestaskólans og Háskólans. Þetta snertir hina fjóra íslendinga í dónefndinni. Og naumast verður það talin viðeigandi kurteisi við Kaupmannahafnarháskóla, þar sem próf. Mosbeck er mikilsvirtur starfsmaður, og góð- fúslega lánaður hingað til dómarastarfanna, hvernig hann er lítilsvirtur í skrifum ráðherrans. Það er ekki ætlun mín að fara hér út i neinn mann- jöfnuð á hæfni þeirra manna, sem hér hafa átt hlut að máli. Um slíkt má sjálfsagt deila. En hér er komið sem komið er, að fyrir harðfylgi eins manns, sem tekið hefir sér valdið, er Sigurður Einarsson orðinn dócent við guð- fræðideild Háskólans, þvert ofan í tillögur löglega skip- aðrar dómnefndar, og áreiðanlega í trássi við vilja og álit meiri hluta hinnar íslenzku kirkju, bæði presta og leikmanna. Hér hefir því gerst atburður, sem er harla athyglisverður fyrir kirkju íslands, og sem er ljóst dæmi þess, hve máttlaus hún er til þess að sporna við því, að ýmislegt geti gerst, sem yrði henni alt annað en heppi- legt til framdráttar eða framtíðarþrifa. Hér er það sýní, hve kirkjan er i raun og veru magnþrota gegn ríkis- valdinu, ef því kann að verða beitt af frekju og ósvífni, eða fullum óvildarhug í garð kristindóms og kirkju- legrar starfsemi. Ég skal reyna að finna þessum orðum frekari stað. Eins og kunnugt er, segir í 57. gr. stjórnarskrárinnar, að hin evangeliska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Nú er reynslan búin að sýna það í mörg ár, að kirkjumálin og kenslumálin heyra ekki altaf undir sama ráðherra, og getur því sá maður valist í sess kenslumála- ráðherra, sem væri andvígur allri kristindómsboðun og vildi kirkjuna feiga. En undir kenslumálaráðherra og yfirstjórn hans heyra skólar landsins, alt frá barnaskól- um og upp í Háskólann. Það eru því engin smáræðis tök, sem þessi ráðherra hefir á skólamálum landsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.