Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 23
KirkjuritiS. Kirkjan og dósentsmálið. 353 menn fari að ilinga slíka leið, til bjargar sjálfstæði kirkjunnar. Merkiir og' greindur maður nprðanlands drap á það við mig i vetur, að meðferð valdliafanna á dócentsmálinu sýndi það berlega, að fullkomin losun kirkjunnar úr höndum ríkisvaldsins væri eina leiðin til þess, að trvggja framtíð nokkurs kristnilífs meðal þjóð- arinnar. Sjálfur er þessi maður einlægur þjóðkirkju- maður, og' kvaðst játa það, að skilnaður ríkis og kirkju væri neyðarúrræði, en fyr greiddi hann honum atkvæði, heldur en sjá rétt kirkjnnnar, sóma hennar og álit hor- ið fyrir borð af óvinveittum valdhöfum. Nú er vitanlega til í landinu talsverður flokkur manna, sem mundi fagna því að losna við kirkjuna, af því að þeir telja hana ekk- erl annað en fjárhagslegan bagga á ríkissjóði. En þó lal- að hafi verið talsvert, sérstaklega á fyrri áriun, um skilnað ríkis og kirkju, þá hefir verið furðanlega lítið gert að því, að gera sér fyllilega grein fyrir, með hverj- um hætti sá skilnaður gæti farið fram, sérstaklega að því levti, hvernig hin fjárhagslegu atriði málsins yrðu levst. Vitanlegt er það að vísu, að þeir sem eru skilnað- arraenn vegna þess eins, að þeir vilja losna við kirkjuna, og þann kostnað sem hún bakar þjóðinni, þeir luigsa ekki til skilnaðarins á öðrnm grundvelli en þeim, að kasta kirkjunni út á klakann, allslausri, en rikið hirti að sjálfsögðu allar eignir hennar, sem henni að nafninu til eru taldar. Ég seg'i með ráðnum liug „að nafninu til,“ því reynslan og skilningur sumra lögfræðinga virðist benda til þess að þeir áliti, að þegar alt keninr til alls, eigi kirkjan í raun og veru ekki neilt, heldur séu þær eignir, sem henni ern taldar, sjóðir og jarðeignir, ekk- ert annað en þjóðareignir. Verður ekki annað skilið af Kirkjurétti E. A., þar senr hann ræðir þetla mál, en að hann sé þeirrar skoðunar. Tekur hann sem dæmi, að ef heill söfnnður segir sig úr þjóðkirkjunni, þá geti hann ekki gert kröfu til eignar á kirkjuhúsinu, enda þótt hann hefði bygt það sjálfur fyrir eigið fé og staðið allan fjár-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.