Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 26
356 Friðrik J. Rafnar: Október. á nokkurn veg- Eða virðist mönnum, að meðferð dócents- málsins beri þess vott, að þar hafi hagur kirkju og krist- indóms fyrst af öllu verið borinn fyrir brjósti? í janúarhefti Kirkjurilsins 1937 er erindi Dr. Árna Árnasonar læknis um sjálfstæði íslenzku kirkjunnar. Gerir höf. þar grein fyrir, livernig hann hugsar sér fram- tíðarfyrirkonmlag liennar. Bendir hann til þess, að vinna verði að því, að þjóðkirkjan öðlist í nánustu framtíð sjálfsstjórn sinna eigin málefna, þannig, að hún hafi hið raunverulega veitingarvald kirkjulegra embætta, þó kirkjumálaráðherra fari með það í orði kveðnu, þó aðeins eftir tillögum ráðandi kirkjumanna. Um fjármál- in vill hann kveða svo á, að ríkið styðji kirkjuna með ákveðnu árlegu fjárframlagi, sem kirkjan þó hafi yfir- ráðarétt og úthlutun á. Þessum góðu hugmyndum doktorsins hefir verið minni gaumur gefinn en skyldi. Og sýnir ekki dócents- málið betur en alt annað, að að því hlýtur að reka fyrir kirkjunnar mönnum og velunnurum heniiar, að það verður að fara að vinna að því af alefli, að kirkjan öðl- ist sem fyrst slikt sjálfstæði og yfirráðarjetl sinna eigin mála. Ef litið er til þeirra sljórnmálastefna, sem nú láta hæst úti um heiminn, og farnar eru að -teygja angana hingað til lands, verður ekki annað sjeð, en að pólitískt einræði sé það, sem all stefnir að. Og jafn kunnugt er það, að í einræðislöndunum hefir einmitt kirkjan, ýmist slrax eða fljótlega, orðið fyrir barði einræðisherranna. Þar þarf ekki að líta nema til Rússlands, Þýzkalands og Spánar. I dócentsmálinu hefir verið beitt einræði. Gruníar suma, að undirrót þess sé meðal annars sú, að fá í eitt skifti fyrir öll úr þvi skorið, hver hafi hinn eiginlega yfirráðarétt hihnar islenzku kirkju. Að vísu telja marg- ir, að það sé Háskólinn, sem í þessu máli hefir orðið harðast úti. En í raun réttri er það kirkjan. Meðferð þessa máls er öll á þá leið, að sýna og sanna, að valdið

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.