Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 30
Aðalfundur Prestafélags íslands. Október. 360 presti þá ekki skylt að greiða liærri upphæð samtals i vexti og af- borgun af lánum, sem veitt hafa verið til byggingarinnar, eða afgjald af byggingarstyrk, en honum bæri að greiða af ibúðar- húsi, sem reist er eða endurbætt eftir lögum þessum, og aldrei yfir 320. kr. Auk þess annast hann á sinn kostnað vátryggingu og viðhald eftir þeim reglum, sem settar eru í lögum þessum um ný hús, og greiði árlegt gjald í fyrningarsjóð, er nemi %% af láni eða styrk, þó ekki yfir 80 kr.“ Má gjöra sér góðar vonir um árangur af þessu starfi, þótt ekki sé enn fullséð um hann. c. Loks var fengið svar frá Tryggingarstofnun ríkisins við fyrir- spurnum ýmsra presta um lífeyrisgreiðslur. Samkvæmt því eiga allir þeir embættismenn, sem greitt hafa tii Lífeyrissjóðs em- bættismanna að gjöra það framvegis. II. Prestafélagsstjórnin hafði yfirleitt nokkur afskifti af öll- um þeim málum, sem legið hafa fyrir Alþingi undanfarið og varð- að kirkju og presta, eins og t. d. endurreisn Dýrafjarðarþinga, utanfarastyrkjum presta og framlagi i Prestakallasjóð. III. Útgáfustörf liafa ekki verið önnur en útgáfa Kirkjuritsins. Hafa ýmsir miklir áliugamenn um hag kristni og kirkju, bæði prestar og leikmenn, reynst því ágætir stuðningsmenn, þannig hefir t. d. séra Óskar .1. Þorláksson á Siglufirði útvegað því 100 kaupendur. Er i ráði að gefa út jólahefti fyrir nóv. og des. svo snemma, að komið verði til lesenda um land alt fyrir jól. IV. Prestafélagsstjórnin gekst fyrir leynilegri prófkosningu til undirbúnings biskupskjöri því, er í bönd fer. Út af skýrslu stjórnarinnar urðu miklar umræður, einkum siðasta lið hennar; en engar samþyktir voru gjörðar. Féhirðir Prestafélagsins, séra P. Helgi Hjálmarsson, skýrði frá fjárhag félagsins og lagði fram ársreikning þess, endurskoðaðan. Var réikningurinn samþyktur. Sjálfstæði kirkjunnar var aðalmál fundarins, og luifði svo verið einnig á fundi Hallgrímsdeildar á Akranesi 20.—28. ág. Framsögumaður var dr. Magnús Jónsson próf., og var aðalefni erindis hans á þessa leið: „Mennirnir komast ekki undan því, að mynda félagsskap um hvert það álnigamál, sem þeir vilja berjast fyrir, og kristindóms- málin eru þar engin undantekning. Við það verður hin sýnilega kirkja til, kirkjan sem stofnun, með slarfsmannaliði sínu, eign- um, kirkjuhúsum, föstu formi á athöfnum o. s. frv. En fyrir- komulag þessa getur verið ýmislegt, og kirkjan á þann hátt verið misjafnlega „sjálfstæð“, þ. e. óháð öllum öðrum. Hér á landi höf- um við haft kaþólsku kirkjuna, sem mátti heita sjálfstæð um ald- Sjálfstæði kirkjunnar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.