Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 37
KirkjuritiS. Frú Guðrún Lárusdóttir 367 til þess að flytja boðskapinn um hann, því skín þar jafnan sól yfir skýjum. Vel var Guðrún máli farin. bæði á þingi og öðrum mannfund- um sem kunnugt er. En bezt sagðist henni, er hún boðaði fagnað- arerindi Krists. Talaði hún þar út frá margþættri lífsreynslu og af þeirri snild einfaldleika og látleysis, sem bezt tekur um hjartað. Fyrst steig hún í stól í kirkju föður síns á Eskifirði. Þar næst á Hofi, í prestakalli afa síns, en síðar víðar í kirkjum utan lands sem innan. En mest var boðun orðsins bundin við þau félög, er hún starfaði í, einkum K. F. U. K., er hún veitti forstöðu síðari árin, og í Kristniboðsfélagi kvenna í Reykjavík, en þar tók hún við formensku af móður sinni, sem nú er nær níræð, og systur hennar, frú Önnu Thoroddsen. Ásamt manni sínum sótti hún alþjóðaþing „Kristilegrar viðleitni æskulýðs" 1905 í Berlín, alþjóðafund K. F. U. M. í Budapest 1928, og 1936 alþjóðafund sunnudagaskólanna í Osló, Kristniboðsþing- ið í Fredrikstad og norrænt barnaverndarmót í Kaupmannahöfn s. á. Þá bauð og þýzka húsmæðrasambandið henni til Berlínar sama sumarið og skoðaði hún þar mörg uppeldisheimili. Á flest- um eða ollum þessum mótum talaði hún og vakti hún eftirtekt fyrir virðulega framkomu. Guðrún var eigi há kona vexti, en er hún talaði um áhugamál sín, var sem hún hækkaði, í sæti eða ræðustól. Svo varð æ við hver þau kynni, er innri maður hennar kom í ljós. Hún var föst fyrir og ákveðin i skoðunum, svo sem venja er um einbeitta áhugamenn. Lét hún aldrei um æfidaga hrekjast sem strá fyrir straumi; meinlæti og mótgerð, sem margan sigrar, bar hún með auðmýktarafli. (M. Joch.) En hún var ekki aðeins gædd auðmýktaraflinu til að þola, heldur bjó hún og yfir því auðmýktarafli, sem þarf til að stríða af þrautseigju fyrir gott. málefni, bera erfiðleika og syndir annara, og sjá bróðurinn og systurina í andstæðingi sínum í skoðunum og lífs- breytni, — því að hjartað átti faðm, sem náði út yfir skoðanirnar. Fyrir því naut hún og viðurkenningar einnig meðal andstæð- inga, hvað sem leið stundarádeilum og dægurmálum. Við útför hennar komu í ljós vinsældir Guðrúnar og sú almenna virðing, er hún naut. Þar kom fram viðurkenning allra stétta, stefna og flokka, bæði

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.