Kirkjuritið - 01.10.1938, Síða 39

Kirkjuritið - 01.10.1938, Síða 39
Kirkjuritið. Innlendar fréttir. 369 Sturlaugsson, séra Eiríkur Eiríksson, Jónas Jónsson íþróttakenn- ari og séra Sigurgeir Sigurðsson. í fundarlok prédikaði séra Þor- grímur Sigurðsson. Fundurinn var vel sóttur og þótti stórvið- Imrður í kauptúninu. Kirkjulegir fundir að Hvammstanga. Sunnudaginn 14. ág. s. 1. var héraðsfundur Húnavatnspró- fastsdæmis haldinn á Hvammstanga. Jafnframt var fundur þessi skoðaður sem aðalfundur Guðbrandsdeildar Hólastiftis og mætti á honum fyrir hönd skagfirzkra presta séra Guðbrandur próf. Björnsson á Hofsós. Flutti hann messu í Kirkjuhvammskirkju. Sameiginleg mál beggja fundanna voru: Kristindómurinn og æskan og dósentsmálið svo kallaða. Um hið fyrtalda flutti séra Gunnar Árnason erindi að aflokinni messugerð. L’t af dósentsmálinu spunnust miklar umræður. Lýstu þær yfirleitt mjög eindreginni andúð fundarmanna gegn hinni ger- ræðisfullu og einstæðu veitingu dósentsembættsins. Komu fram nokkurar tillögur og var aðaltillagan, sem borin var fram af prófasti, samþykt með 15. atkv. gegn 1. Tillagan hljóðar jiannig: „Héraðsfundur Húnavatnsprófastsdæmis, haldinn að Hvamms- tanga sunnudaginn 14. ágúst 1938, lýsir megnri andúð gegn veit- ingu dósentsembættisins síðastliðinn vetur, skorar á þing og stjórn, sjái hún sér ekki færa leið til að leysa núverandi dósent, Sigurð Einarsson, frá embætti sínu og veita það hæfum manni að dómi guðfræðideildar, að tryggja með löggjöf, að slíkt endur- taki sig ekki.“ fíjörn Stefánsson. Séra Pétur T. Oddsson hefir nú fengið veitingu fyrir Hofsprestakalli í Álftafirði, að af- staðinni kosningu safnaðanna. Sigurbjörn Einarsson cand. theol. hefir verið settur prestur í Breiðabólstaðarprestakalli á Skógar- strönd frá 1. f. m. Hann var vígður í Dómkirkjunni af biskupi landsins 11. s. m. Biskupskosning stendur nú yfir, samkvæmt reglugjörð, er dóms- og kirkjumála- ráðuneytið hefir gefið út 12. ágúst. Kveður reglugjörðin nánar á um sumt það, sem er harla óljóst og vanhugsað i lögunum um biskupskosningu. Hver kjósandi skal rita á kjörseðil nöfn þeirra joriggja manna, er hann vill tilnefna sem biskupsefni. Telst sá, sem fyrstur er tilnefndur, hafa fengið heilt atkvæði, sá, sem til-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.