Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 41
KirkjuritiS. Hjáróma raddir. 371 á níræðisaldur og voru sístarfandi meðan dagur entist. Þeir fylgdu hvor sinni guðfræðistefnu, Schlatter íhaldssamri, en Julicher frjálslyndari, og láta eftir sig fjölda rita. Sá, er þetta ritar, kom til .Tiilichers á heimili hans í Marburg 1929. Hann hafði þá 2 um sjötugt og var hættur háskólakenslu sökum sjónleysis, en af blindum hvörmum hans og björtu cnni stafaði geislum trúar og friðar. Hann vann þá enn með aðstoð ungs guðfræðings að rann- sókn textans á latnesku Biblíuþýðingunni Vulgata. Bæn fyrir heimsfriði. Erkibiskupinn af Kantaraborg gaf út 15. þ. m. fyrirmæli um það, að sunnudagurinn 18. sept. skyldi almennur bænadagur i Englandi og beðið fyrir heimsfriði i öllum kirkjum landsins. Sama dag sem fyrirmælin voru gefin fékk biskup íslands svo hljóðandi símskeyti frá biskupnum í Osló: „Kristnir menn í Noregi hafa tekið höndum sama við sam- kristna bræður á Norðurlöndum og í Þýzkalandi, Englandi og Tjekkoslóvakíu um bæn fyrir stjórnmálaleiðtogum, og fyrir þjóð- unum, um að Guðs vilji verði, og að heiminum megi verða hlíft við illverkum styrjaldar og hörmungum." í áskorun til bæna um heim allan segir svo: Spennum alla jörðina megingjörðum bænarinnar. Bænin er máttugast afl hér i heimi, máttugra en nokkurt afl, sem vísindin hafa leitt i ljós, og þetta afl hefir Guð gefið kirkju sinni. Ofsóknir í Rússlandi gegn kristnum mönnum halda enn áfram. Var siðustu lútersku kirkjunni i Moskva, Pét- urs og Palskirkjunni, lokað 1. ágúst. Söfnuðurinn ætlaði að halda morgunbænir í kirkjunni þann dag og kveðja hana, en komst ekki inn. í sama mund komu vagnar stjórnarinnar og var ekið burt á þeim altari og dýrgripum kirkjunnar. HJÁRÓMA RADDÍR. Ef til vill er það of mælt, sem stendur í erindi mínu hér að framan: „Háværar trúardeilur eru að mestu þagnaðar, nema hvað stöku sinnum heyrast hjáróma raddir hér og þar." Þvi að síðan ég talaði orðin á síðustu prestastefnu, hefir borið heldur meir á þessum röddum, sem vilja spilla einingu og friði kirkjunnar i landinu. Kristilegs vikublaðs svo nefnds get ég að engu. En i Bjarma birtust eftir almenna kirkjufundinn ritsmíðar, sem betur hefðu aldrei komið fram í dagsljósið. Lýsa ritstjórarnir því yfir, að þeir hafni allri samvinnu „i eitt skifti fyrir öll". Lökust er þó klausa, sem stendur í 14. tbl. 15. júlí, í grein, er nefnist Vara-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.