Kirkjuritið - 01.01.1939, Side 15
Kirkjuritið.
Þakkir og kveÖjur.
9
Davíð: „Mér féllu að erfðahlut indælir staðir.“ Mér var
það vafalaust ekki eins Ijóst, er ég gekk að því starfi, og
inér er það nú, hve mikil ábyrgð fvlgdi þvi og live margt
'biði mín í þeirri stöðu, sem heimtaði meiri þekkingu og
umhugsun, en ég gal þá gert mér í liugarlund, jafn ókunn-
ugur og ég var öllu sem að umboðsstjórn lítur. Auk þess
voru tímarnir þá hinir erfiðustu og alvarlegustu, mitt í
hörmungum heimsstyrjaldarinnar, er öll veröldin lék svo
að segja á reiðiskjálfi. En fyrir Guðs náð hefir slarfið
hlessast svo, að ég get nú litið aftur yfir þessi starfsár mín
á biskupsstóli sem indælasta kafla æfi minnar, þegar á
alt er Iitið. Ég geng þess, eins og ég sagði, ekki dulinn, að
margt megi að biskupsstörfum mínum finna og að mér
hafi ekki fremur en öðrum, sem hafa haft þá stöðu á
hendi, tekist að gera öllum til hæfis. En það þvkist ég
geta sagt rauplaust og mega segja, að ég hefi lagt kapp
á, eftir því sem ég var maður til, að rækja með samvizku-
semi þær skyldur, sem staðan lagði mér á herðar, og
reynt af fremsta megni að láta það eitt ráða úrskurðum
þeim, sem í minn hlut féll að kveða upp, eða tillögum,
sem óskað var frá mér, sem ég fvrir Guði og samvizku
niinni áleit sannast og réttasl, hvort sem mönnum félli
það betur eða miður í geð. En þegar ég fyrir réltu ári
tók ])að áform að beiðast lausnar frá embættisstörfunum,
þá réði þar mestu vitund mín um það, að þegar maður í
hiskupssessi er kominn á minn aldur, þá fer hinni yngri
kynslóð presta og öldruðum yfirmanni þeirra að veita
erfitt að skilja hvorir aðra, en þá e.r líka kominn tími til,
að hinn aldraði dragi sig í hlé, helzt áður en svo mikil
hrögð eru orðin að þessu, að annar aðilinn taki að óska
brotlfarar hins. Þess vegna tók ég þetta áform og hefi ekki
haft ástæðu til að iðrast þess, þólt angurblíðulaust hverfi
ég ekki frá emhætti mínu.
En þegar ég nú minnist starfa minna liin mörgu um-
liénu ár og þeirrar ánægju, sem þau hafa flutt mér, getur
ekki hjá því farið, að ég finni og hina mestu þakkarskuld á