Kirkjuritið - 01.01.1939, Side 16

Kirkjuritið - 01.01.1939, Side 16
10 Jón Helgason: Janúar. mér hvíla. Ég er í þakkarskuld við liina veraldlegu yfir- stjórn kirkjumálanna og fjárveitingarvaldið fyrir það traust, sem ég ávalt hefi átt þar að mæta og fvrir það tillit, sem þar hefir verið tekið til tillagna minna varðj andi framlög til kirkjumálanna í ýmsum greinum, eins og frekast var hægt, vcgna mikilla fjárliagserfiðleika nálægra tíma. Ég er i þakkarskuld við prófasta þessa lands fyrir ánægjulega samvinnu og mikilsverða aðstoð. Ég er í þakkarskuld við liina íslenzku prestastétt vfirleitt. Það má vel vera, að sumum prestum liafi þótt ég full-aðfiiminga- samur, og að sumir þeirra hafi einnig í öðrum greinum haft sittlivað við mig að athuga sem hiskup, þótt ég sé mér þess ekki meðvitandi að liafa farið þar öðru fram en skyldan bauð mér. En all að einu hefi ég aldrei átt nema stakri elskusemi að mæta af þeirra hálfu og cins af hálfu ágætra lieimila þeirra, er ég sótti þá lieim á ferð- um mímun og mun ég, meðan lifi, minnast þess með innilegasta þakklæti. Ég er i þakkarskuld við alla söfn- uði þessa lands, sem ég liefi sótt heim á ferðum mínum, og l’yrir þann hlýja lmg, sem þar hefir undantekningalaust alstaðar mætt mér, og eins fvrir liinar alúðlegu viðtökur, sem ég' hefi átt að fagna á fjölda sveitaheimila, sem lóku á inóti mér sem aufúsugesti, þótt ég kæmi til þeirra að öllu ókunnugur og á mesta annatíma ársins. Ég þekti að vísu áður íslenzka gestrisni þó mest af orðspori, en ferðir mínar um landið hafa fært mér lieim sanninn um, að al- drei liefir of mikið orð af henni farið og að enn má með fullum rétti telja hana einn af elskulegustuþáttunum íþjóð- lífi voru. En eins og höfuðstaður vor er mér hjartfólgnast- ur allra staða, eins veit ég mig ekki í meiri þakkarskuld við nokkurn söfnuð jiessa lands en við dómkirkjusöfnuðinn og jætta guðshús, þar sem ég liefi átl mitt kirkjulega lieimili meira en sjö tugi ára, fyrir alla jiá alúð og ástúð, sem ég hefi átl hér að mæta, ekki aðeins þau 14 ár starfsæfi minnar, er ég jafnaðarlega prédikaði hér annanhvern helgan dag, heldur líka altaf síðan, hvenær sem ég hefi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.