Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 25

Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 25
Kirk.jnritiS. Leiðarstjarnan. 19 Þetta er kristindómurinn og liann hefir engan svift þrótti né lífsgleði, heldur orðið í mönnunum, eins og Jesús komst að orði, „lind er sprettur upp til eilífs lífs“. Nýja testamentið lýsir einnig þeim áhrifum. Höfundar þess bera vitni um það á liverri blaðsíðu. Þeir liafa eignast fögnuð, sem ekkert megnar að taka frá þeim, þeir hafa þegið frá meistara sínum og drotni siguraflið, sem sigrar heiminn. Þótt þeir búi við sífeldar háskasemdir, erfiði, næturvökur, hungur og þorsta, kulda, klæðleysi, þá sakar það ekki liið minsta. Þeir þola alt og rnegna alt fyrir full- tingi hans, en gjörir þá styrka. Gleðin hefir gagntekið þá fram í hverja æð og taug. Þjáningar skerða hana ekki, °g ekki heldur dauðinn. Hvort sem þeir lifa eða deyja eru þeir drottins. Með kristindóminum rís ný, hugrökk kyn- slóð, bjartsýn og ósigrandi, er sannleikurinn gjörir frjálsa. IV. Heiminum er jiað hrýnust nauðsyn, að slík kynslóð taki nú í taumana í nafni Guðs og krafti hans. Kristnin um víða veröld verður að fylkja sér þéttar saman til baráttu við öfl hatursins, myrkursins og dauðans. Öll sundrung riieðal kristinna bræðra á að hverfa. Aukaatriði valda. ^fir blikar leiðarstjarnan. Eins og sagan segir um vitring- ana frá Austurlöndum, að þeir liafi komið hver úr sinni att, leiddir af skini sömu stjörnu, og fundist þar að lok- Uni’ sem hún blikaði yfir þeim og Betlehems jötunni — bannig eiga kristnir menn af öllum þjóðum og tungum og lrkjudeildum að safnast saman, geislarnir, sem þeim Kua leiftrað í sál frá Kristi krossfestum og upprisnum, ->enda þeim, og með hann að leiðtoga og frelsara geta þeir a]]jr vissulega orðið eitt. Skilningur á þessu fer sí og æ vaxandi hin síðari arin. Ahnenna kirkjuþingið í Stokkhólmi 1925 sýnir það, par sem allar kirkjudeildir (nema hin kaþólska) komu saman, ræddu áhugamál sín í bróðerni, krupu í einum U|ga við altari drottins, játuðu sameiginlega trú sína og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.