Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 34

Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 34
Janiiar. Próf. séra Bjarni Þorsteinsson. Hinn 2. ágústmánuð sið- asll. andaðist séra Bjarni próf. Þorsteinsson, fyrrum prestur á Siglufirði, í Reykjavik, eftir alllanga vanheilsu. Séra Bjarni var fæddur að Mel i Hraunhreppi í Mýrasýslu 14. okt. 1861. Foreldrar hans voru Þor- steinn Helgason, síðar i Bakkabúð í Reykjavík, og kona hans Guðný Bjarna- dóttir frá Straumfirði á Mýrum. Voru foreldrarn- ir fremur fátæk, en börn- in mörg, svo að ekki var til þess stofnað i fyrstu, að þessi sonur þeirra gengi skólaveginn. En fyrir atbeina góðra manna og áhuga hans sjálfs varð það úr, að hann iærði undir skóla og settist í 1. hekk Latinuskólans haustið 1877. Útskrifaðist hann þaðan 5. júlí 1883 með hárri 1. einkunn. I Latínuskólanum vakti liann þegar athygli sem góður námsmaður, og sérstaklega latínumaður. Á síðustu skólaárum hans var hann verðlaunaður fyrir afburða leikni í latneskum stil með því, að söngkennari skólans var látinn veita honum lítilsliáttar ókeypis tilsögn í orgelleik og tónfræði. Mun þar hafa verið lögð fyrsta undirstað-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.