Kirkjuritið - 01.01.1939, Síða 41
KirkjuritiÖ.
Þar sem hugsjónir deyja.
35
Olafsson, Skúla Magnússon, Fjölnismenn, Jón Sigurðs-
son og svo framvegis. Allir þessir menn áttu við raman
reip að draga og stundum næstum því við óyfirstígan-
lega örðugleika. Því að annarsvegar var hið erlenda vald,
sérdrægt og skilningslítið um heill íslands, liinsvegar
deyfð og vonleysi landsmanna sjálfra. Þó tókst að koma
róti i hugina og vekja viljann og vonina. En hún er frum-
kvöðull alls annars.
Það voru hin rómantísku skáld, sem beztan þátt áttu í
þvi, að hrófla við hugum og vekja ]já af svefnhöfga ald-
anna. Ýmist beindu þau hugunum inn í fornöldina og
lýstu því:
.... „Þá er fagur
frelsisröðull um fjöll og hálsa
fagurleiftrandi geislum steypti“.
Eða þau létu sig dreyma
„um þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal
með fögnuði leiða yfir vengi.“
Meðan skuggi áþjánarinnar grúfði ennþá sem svart-
astur yfir, hafði komið fram hvert skáldið af öðru, sem
°rti fullkominn bölmóð vonleysisins. Það voru fleiri en
Þórður á Strjúgi, sein trúðu því, að
„aðeins vrði stutt stund,
er standa náir ísland“.
Margir væntu ])ess, að endirinn væri á nánd. Það var
dauft í sveitum og hnípin þjóð í vanda. Hirðin sat öll þur
þegjandaleg, vfir skörðum hlaut litilla vona. Menn
einangruðust, liver við sill basl og strit, urðu einrænings-
leMÍr, tortrygnir og ófélagslyndir, fjarri því að vera stór-
duga, fjarri því að gleðjast yl'ir lifinu og gera til þess mikl-
ar kröfur. Menn komust að þeirri niðurstöðu á þessum
tímuni, að jörðin væri sannkallaður eymdar- eða táradal-
ur. Og það var vjg þvj búast, að gleðin þyrri, kýmni-
káfan dæi út og deyfð færðist vfir hugina. Því að svo virt-
ist sem öll sund væru að lokast.
3*