Kirkjuritið - 01.01.1939, Síða 46

Kirkjuritið - 01.01.1939, Síða 46
10 Benjamín Kristjánsson: Janúar. og ræðir hún prúðinannlega og i bróðerni ágreiningsefni sín og skiftar skoðanir, sem ávalt hljóta að verða, þar sem mál eru íhuguð frá mörgum hliðum! Eða ber mest á sundrunginni, valdagræðginni, ofstækisfullum fjand- skap og bróðurvígum? Ilver af oss getur lokað augunum fyrir því, að Jijóð vor, sem stóð mikið til einhuga i frelsis- haráttunni og vann hana, hagar sér nú, að frelsinu fengnu, miklu ver en ræningjarnir, sem vörpuðu lilulkesti um kyrtil frelsarans. Óðara en fullveldið er að nafninu til viðurkent, er stofnað til endalausra flokkadrátta og sund- urlvndis. Valdagráðugir stjórnmálabroddar æsa mann á móti manni og stétt á móti stétt. Og þegar ekki komasl nógu margir að völdunum, eru búnir til nýir flokkar til að berjast við þá, sem fyrir eru. Þyki fjandskaparefnin samt ekki nógu mörg fyrir í landinu, eru fyrirmyndirnar sóttar til útlanda og fluttar inn sem tízkufaraldur, hvaða múgheiinska sem þar kemst á gang, hversu ólík og óskvld sem hún er vorum lífsskoðunum og hugsunarhætti. Þannig hefir verið unnið að því ósleitilega síðastliðin 20 ár, að kljúfa þjóðina i fleiri og fleiri andstæðar og fjand- samlegar sveitir, sem síðan gangast að eins og grimmir vargar út af hvaða smámáli sem er engum til gagns, nema þeim lýðæsingamönnum, sem Jiurfa á þessu fólki að halda til að láta það lyfta sér upp í valdasess. ÖIl er þessi barátla að vísu háð i nafni hugsjónanna og ættjarðarástarinnar. En þeim mun viðurstyggilegri eru vinnubrögðin og ógæfusamlegri sem þau hafa á sér meira vfirskin ættjarðarástar. Því víst er um það, að öll glóru- laus og ofstækisfull múgmenska á sér ekki annað fyrir höndum en að glata frelsinu. í skjóli flokksæsinganna grær og hreinræktast í sálunum illgresi hatursins og hlutdrægn- innar. Siðfræði flokkadráttanna er j'firleitt þessi: And- stæðingurinn er réttlaus! Það má Ijúga á hann og fremja hverskonar ranglæti á honum. Það er flokksdygð, að troða hann ofan i skarnið. Bak við alla heimskuna og ó- drengskapinn er samábyrgð múgsins.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.