Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 48

Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 48
42 Benjamín Kristjánsson: Kirkjuritið. mest eyrum sínum frá lýðæsingamönnunum, sem liæst æpa á torginu, og sem flestir eru með einhverja eigin- hagsmuni sjálfs sín eða sinna skjólstæðinga á prjónun- um, en leitast við að finna í stað þeirra víðsýna menn og sanngjarna, góðviljaða vitsmunamenn, sem minna hirða um að ganga undir jarðarmen einhverrar flokkskúgunar en að fylgja með drengskap sannfæringu sinni, réttsýni og samvizku í hverju einu. Ef ekki verður snúið inn á þessa hraut; ef haldið verð- ur áfram að eitra sálir og samvizkur landsins barna með ofstækisfullri heimsku, hlutdrægni og ódrengskap múg- menskunnar og flokkadráttanna, þá þarf ekki mikinn spámenn til að sjá, að þetta fullveldi vort fær ekki lengi staðist það hrynur af söniu ástæðum og lýðríkið forna. í þessu sé ég hættuna steðja að oss nú á 20 ára afmæli fullveldis vors. Það eru livorki skuldir vorar við útlönd né örðugleikarnir i atvinnu eða verzlunarmálum, sem ægilegustum skugga varpar vfir framtíð vora. Alt slíkt er ég viss um, að þjóðin gæti leikandi vfirstigið, ef hún væri einhuga og samheldin. En það er sundurlyndi vort og hugsjónasvik, sem verða munu oss að falli, nema vér sjáum að oss. V. Lausn úr hinni vtri áþján er mikils virði. Lausn úr fá- lækt og volæði er góð. En þó er önnur áþján verri en fátæktin og það er áþjánin undir heimskuna i óteljandi myndum. Það er þrældómurinn undir valdagirnd ein- stakra manna, ágirnd og múgmenska hverskonar. Hvað gagnar oss að liengja utan á oss sjálfstæði, sem er nafn- ið tómt, ef eigi fvlgir manndómur hugaris? Hvað er full- veldi, ef vér kunnum ekki að stjórna sjálfum oss? Það er frelsi dýrsins í skóginum, eymd fáráðlingsins. Sá er meiri, sem kann að stjórna g'eði sínu en liinn, sem yfir- vinnur borgir, sagði Salomon konungur. Þess vegna fær sjálfstæði þess lands ekki lengi við lialdist, þar sem rang-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.