Kirkjuritið - 01.01.1939, Síða 49

Kirkjuritið - 01.01.1939, Síða 49
KirkjuritiS. Þar sem hugsjónir deyja. 43 læti, sérdrægni og liatur logar upp úr, eða þar sem fólkið er sundurþykt og æst upp í andstæða flokka og stéttir. Það er frumvísir ófarnaðarins, sem þannig er niður sáð. Hví getum vér ekki lært af sögunni og séð sannleika þessa forna spakmælis, að: Þar sem hugsjónir deyja, devr þjóðin. Meðan unnið er með einlægni að hugsjónunum, er unnið af óeigingirni. Einstaklingurinn fórnar sér með gleði fvrir heildina, og hann uppsker lauu sín í því, að sjá uienninguna vaxa og hamingju lifsins á jörðinni færast í aukana. Þegar Itarist er af ofurkappi eigingirndarinnar, verður baráttan hatursfull og öllum til angurs og óliam- uigju. Maðurinn er þá þræll sinna eigin takmarkana, og hann heldur áfram að vera þræll, hveruig sem hann berst uin. Jafnvel þó að hann safni sér auði, snýst sá auður honum til höls og ófarnaðar. Af hatrinu sprettur aldrei annað en hatur og „brandur af brandi brennur, unz brunn- iun er“. Þetta sýndi heimsstríðið síðasta, sem háð var um auð og völd, en ekki uin frelsi og lýðræði, eins og látið var i veðri vaka. Þetta sýna allar „byltingarnar“, sem talið er að eigi að vera til góðs, en drukkna svo í því blóði, sem þser útliella. »Þegar hugsjónir deyja, devr þjóðin“! Þetta er sagan um ósigra og hrakfarir menningarinnar. Vér komum auga a hugsjónirnar, en svíkjum þær, þegar á reynir, af því að vér skildum aldrei til fulls eðli þeirra. Vér tökum kristna h’ú, en hversu fátækleg verður svo kristui vor i fram- kvæmd? Vér kiknum, þegar vér förum að reyna að lifa eHir siðférðiskröfum kristindómsins. Þá svikjum vér hugsjónina. Vér látumst trúa á hugsjón lýðræðis og friðar, en ofbeldislmeigðir vorar, sundurlyndi og fjandskapur brenna allar brýr að baki þess, að hugsjónin verði fram- kvæmd, svo að vér uppskerum á ný harðstjórn og múg- niensku. Þetta verðum vér þvi að skilja, að framtiðarhamingja þjóðar vorrar verður fyrst og fremst að vera varð- veilt i hugum fólksins, og grundvölluð á viti þess og sann-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.