Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 51

Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 51
KirkjuritiS. Þar sem hugsjónir deyja. 45 VI. Því viljum vér hafa þetta hugfast á tuttugu ára full- veldisafmæli þjóðar vorrar, að stjórnmálalegt fullveldi verður aldrei grundvallað eða varðveitl á nokkuru öðru en fullveldi manngildisins. Það verður aldrei hygt á krafti uxans eða asnans, né á handafli fjöldans einu saman, heldur á mannviti einstaklinganna, góðvild þeirra og sam- heldni. Þetta verður að vera oss fyllilega ljóst, svo að framfara- skíman verði ekki „skröksaga tóm,“ eins og Stephan G. Stephansson kemst að orði, svo að hin „húmköldu hrynj- ándi tár“ aftureldingarinnar rnegi aftur hitna við skín- andi sól nýrrar menningar. Bjarni Thorarensen endar kvæði sitt fvrir minni Is- lands með þessari alkunnu vísu: „En megnirðu ei börn þín frá vondu að vara og vesöld með ódygðum þróast þeim hjá, aftur í legið þitt forna að fara, föðurlandið áttu, og hníga í sjá. Þó að ég hafi bent á vandann, sem því fylgir, að gæta Þillveldis vors, og hætturnar, einkum þær innri, sem geta °rðið oss að hrösunarhellu, ef við þeim er ekki séð i tinia — þá er það fjarri ósk minni, að spá ættjörð vorri ófarnaði i framtíðinni. Þvert á móti vil ég trúa þvi, að hamingja vor verði svo mikil, að aldrei þurfum vér að óska þess, að vfirlúki á þennan hátt eins og í kvæðinu stendur. Ég er þess fullviss, að öll vildum vér sjá ættjörð vora risa úr sæ, því veglegri og ágætari eftir því sem aldir renna. En það þýðir ekki að loka augunum fvrir því, að hin sama hætta vofir yfir oss og öðrum þjóðum heims, hætta fjandskaparins og ófriðarins, sem hvílir nú eins og koldimmur skuggi yfir miklum hluta veraldarinnar, svo að vitrir menn óttast jafnvel fullkomið menningarhrun. Þjóð vor er svo litil, að ennþá vissara er sundurlyndið °g hatrið að verða henni till fullkominnar eyðileggingar,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.