Kirkjuritið - 01.01.1939, Blaðsíða 62
Erlendar fréttir.
Jnnúar.
56
Skólahald fyrir atvinnulausa unga menn
í Svíaríki hefir eflst mjög á síðuslu árum. Ágætir menn sænsku
kirkjunnar hófu starfið.
Ægilegar íölur.
ÁriS 1937 drukku Ameríkumenn áfengi fyrir 5.000.000.000
dollara, eSa um 100 kr. aS meSaltali hver maSur, og liafa þeir
komist þetta lengst og fariS tangt fram úr öllum öSrum þjóðum.
Heimsþing' Lúterstrúar manna
hefir veriS ákveSiS í Fíladelfíu vorið 1940, og er ráSgjört, aS það
verði sótt af fulltrúum frá 27 þjóðum.
Blóðöldin mesta í kristnisögunni.
Þýzkur háskólakennari hefir nýlega fært rök að jjví i hók,
að tuttugasta öldin sé orðin ægilegasta ofsóknaröldin i sögu
kristninnar. Blóðugustu ofsóknirnar eins og Díókletiansofsókn-
in í fornöld og ofsóknin í Japan á 17. öld komast hvergi til jalns
við sumar ofsóknir vorrar aldar.
í Sovjet-Rússlandi eru þeir nú komnir fyrir löngu á 2. miljón,
sem hafa liðið píslarvættisdauða lyrir trú sína á Krist. Hrygðar-
myndin á Spáni blasir einnig viS allra augum.
Fyrir 20—30 árum drápu Tyrkir um 600000 menn í Armeníu
og slitu 40000 börn frá foreldrum sínum til þess aS ala þau upp
i Múhameðstrú.
Eftir heimsstyrjöldina léku Tyrkir kristnina i Assyríu jafn
hart. Miljónir Grikkja voru einnig reknar burt úr Litlu-Asíu
og kristninni útrýmt þaðan. Eru það fjöhnennustu þjóðflutn-
ingar, sem sagan greinir.
Trúarbrögð heimsins.
Fólk á jörðunni er nú talið 200(1 miljónir. Af hverjum 100
inönnum eru 38 kristnir, 19 Konfuciusar trúar, 12 Hindúatrúar,
11 MúhameSstrúarmenn, 8 Búddhatrúarmenn og 1 GySingur.
Leiðrétting.
í siSasta hefti Kirkjuritsins, hls. 435, hefir misprentast föður-
nafn eins guðfræðistúdentsins: Hann lieitir Gunnar Gislason.
KirkjuritiS kemur út 10 sinnum á ári — alla mánuði ársins neina
ágúst og septembermánuð — um 20 arkir alls og kostar kr. 5.00
árgangurinn. Gjalddagi 1. apríl - - og 1. okt., ef menn kjósa held-
ur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra
P. Helgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavik.