Kirkjuritið - 01.02.1939, Síða 4

Kirkjuritið - 01.02.1939, Síða 4
58 Sigurgeir Sigurðsson: Febrúar. sólbjartan sumardaginn, þegar morgunsólin rís í austri og sendir geisla sína, hlýja og bjarta, yfir hauður og haf, þegar grösin gróa og grænar grundir, fjallshlíðar og dalir blasa við sjón, eða að kvöldi dags, þegar kvöldsólin veitir töfraljóma sínum um víðan liimininn, og vér skoðum þennan litbrigðaljóma, sem t. d. má svo oft sjá hér í Reykjavík í bvað glæsilegustum myndum. Eða að vetrar- lagi, þegar þúsundir stjörnuljósa loga og benda oss upp í bæðirnar. Já — en hlýtur þó ekki hugur vor að fyllast mestri aðdáun og lotningu og hrifningu, er vér bugsuni um hann, sem í hæðunum býr og alt jietta befir gjört i svo miklum vísdómi, að enginn maður fær skilið, nema að svo örlitlu leyti. Hans kraftaverk blasa jjar við oss öll- um, því það var hans hönd, scm gjörði þetta og í hans hendi er allur binn skapaði lieimur. En mannlífið er þó og verður ávalt liið leyndardóms- fylsta og þá einnig bið undursamlegasta, og mannssálin bið dásamlegasta af öllu því, er hann gjörði. Fyrir manns- sálina er heimurinn gjörður, og hún er það dýrmætasta í augum Guðs — það, sem hann elskar mest. Þjóðir og einstaklingar, sem eru að ganga lífsbraut sína í þessum lieimi, mæta lífinu og lífsatburðunum í stórfeng- legum margbreytileik og óteljandi myndum. Það er oft talað um jíað, að lífið sé stutt, og j)að er satt. En margt er það þó óneitanlcga, sem mætir manninum á jafn skammri leið. Breytingarnar eru ákaflega örar, og oftlega furðar oss stórlega á því, live margt örðugt og andstætt maðurinn verður að ganga í gegn um á för sinni um lífið, því lífið er bæði ljós og skuggar. Og það er engin leið að neita því, að hætturnar og örðugleikarnir, sem mæta oss, eru stórfeld. Þessi dvalartími hér er oftlega þungur þrautaskóli. Vér erum ekki sterk, og það er takmarkað, livað vér getum borið ein og óstudd. Þess vegna leitum vér upp, leitum vér til uppsprettu máttarins, til lians, sem á máttinn og kærleikann til að bjálpa oss, himneska föð- ursins, sem er yfir oss öllum.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.