Kirkjuritið - 01.02.1939, Page 38

Kirkjuritið - 01.02.1939, Page 38
92 Ásmundur Guðmundsson: Febrúar. embættisverkunum, skrifaði hann ágáetar ritgerðir um sagnfræði, eða safnaði að sér bláfátækum börnum og sagði þeim lil í kristnum fræðum. Hafði bann þá barna- fræðslu á hendi í 30 ár. Helzta skemtun hans var að taka sér ferðir við og við til Alpaf jalla og klífa upp bæstu tinda þeirra. Eitt sinn bjargaði bann þar leiðsögumanni sínum með dæmafáu liugrekki, snarræði og karhnensku. Þegar hann var kominn bátt á sextugsaldur, var liann kvaddur lil enn æðri slarfa, fyrst í Róm við bókasafn Vatíkansins, þá lil sendifarar til Póllands með gjafir til þjóðarinnar og loks lil erkibiskupsdóms í Mílanó og kardínálatignar, 1921. Á næsta ári var bann kosinn páfi og tók vígslu 12. febrúar. Störf lians á páfastóli urðu mikil og merk. Eljan bans og starfsþrek voru undraverð, og mun mestu bafa um valdið, að bonum var það jafnan yndi að rækja skyldur sínar. Kærleiki, víðsýni, nærgætni og lægni einkendu alt, sem hann vann. Hann sendi bverl umburðarbréfið af öðru um binn kaþólska lieim til eflingar beimsfriði og réttlæti i viðskiftum þjóðanna. Hann var samshugar og Píus X.. er Austurríkiskeisari bað bann i upphafi beimsstyrjaldar- innar að leggja blessun sina yfir sinn málstað. „Eg blessa ekki stríð, ég blessa frið“, sagði liann. Arið 1925 var júbil- ár kaþólsku kirkjunnar. Þá veitti páfi viðtöku 1250009 pílagrímum, auk alls annars, sem hátíðaböldin böfðu í för með sér. Eittbvert stærsl þrekvirkið, sem bann vann, var að koma sættargjörð á milli páfastólsins og ítalíu- ríkis, þannig að báðir aðiljar máttu vel við una og stofnað var Vatikansríkið, frjálst og fullvalda. Þeir samningaf voru undirritaðir i páfasalnum í Lateranböllinni 11. febv- 1929. Daginn eftir, afmælisdag krýningar sinnar, kom páfinn fram á svalir Péturskirkjunnar, og bundrað þús- undir hrópuðu: Ileill Píus, páfi og konungur. En lveggJa og bálfs árs sögurannsókn var á undan gengin, áður en páfi færi til samninganna við Mússólíni. Síðan bafa samn- ingarnir verið vel haldnir.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.