Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 18
56 Ásmundur Guðmundsson: Febrúar. þeir skildu hverir aðra, sama reynsla var á bak við orðin. „Þegar vér tölum um náð Guðs, hugsum vér um Guð sjálfan eins og liann hefir opinherast í syni sinum Jesú Kristi. Þeir einir þekkja djúp náðar Guðs, sem vita að Guð er kærleikur. Náð hans birtist í því, að liann liefir skapað oss og heldur oss við, í ailri blessun þessa lífs, en um fram alt við endurlausnina fyrir líf Jesú Kris ts, dauða og upprisu, við sendingu lieilags, lífgandi anda sins, við samfélag kirkjunnar og orðið og gjafir sakramentanna. Heill manna og lijálpræði hyggist á Guði einum, liann auð- sýnir þeim náð sína, ekki vegna afreka þeirra, heldur eingöngu vegna frjálsrar kærleiksgnóttar sinnar. Þannig réttlætir hann oss og helgar fyrir Krist, þeirri náð lians veitum vér viðtöku í trú, trú, sem einnig er Guðs gjöf“. Voldug lirifning fór um hugi manna á þessu þingi og tengdi þá saman bræðraböndum. Þeir fundu, að þeir voru eitt. Það, sem sameinaði þá í dýpstum skilningi, voru livorki samvistirnar þessa daga né vinsamlegar umræður, heldur sameiginleg trú þeirra á Krist, krossfestan og upp- risinn, sigurvegarann. Það kom í ljós aftur og aftur, hvort sem það var evangelskur maður eða orþódox, er lalaði, hvort sem það var prestur eða leikmaður, hvítur maður eða öðru vísi litur. Það var Jesús Kristur, sem allir þessir ólíku kristnu menn og sérstöku kirkjufélög sameinuðust um. Og enn eitt: Trúin á heilagan anda Guðs sem veru- leika. Það var auðsjáanlega sannfæring þinglieimsins, að mennirnir myndu ekki geta af eigin rammleik sigrast á torfærum, heldur yrðu þeir að treysta anda almáttugs Guðs til þess að koma á einingu í kirkjunni. Þingið samþykti það, að háðar hreyfingarnar, lífs og starfs“ hreyfingin og „trúar og fjrrirkomulags“ hreyfing- in, skyldu renna saman í eitt, og kaus fjTÍr sitt leyti 7 manna nefnd, er ætti að vinna með Oxfordnefndinni. Þannig varð til 14 manna allslierjar kirkjuráð, sem á að halda áfram einingarstarfinu í sama anda og þessar tvær stefnur liafa unnið og liafa forystu um þau mál, er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.