Kirkjuritið - 01.02.1940, Side 39

Kirkjuritið - 01.02.1940, Side 39
KirkjuritiS. Kristindómsfr. í finskum skólum 77 jafn lamandi á mótstöðuvilja og mótstöðuþor og þrótt gegn kúguninni sem það að sjá alla veldissprotana í liendi harSstjórans. En í kristnifræðitímum, á skólabekkjunum, hafa Finnar fengið að þekkja þann, sem er máttugri en Stalin og allur lians máttugi lier. Baráttan fvrir réttlæti í lífinu, fyrir frelsi hinna smáu er helg og sjálfsögð, þrátt fyrir fvrirsjáanlegan ósigur í dag eða á morgun, á meðan guðsríkisvonin og guðstrciustið er lifandi og raunverulega í hjörtunum. Þeirra Herra mun lifa herra Stalin og breiða gróður og líf yfir auðnirnar, sem kunna á komandi tímum að óera fótsporum rússneska kúgarans vottinn á finskri grund. Og dauðans skelfingar og ógnir verka sem óraunveru- legar ægimyndir í augum þess, sem trúna á — sem getur sagt í „Kristi krafti“ við dauðann: „Kom þú sæll, þegar þú vilt.“ — Hin kristna trú og lífsskoðun gerir þau krafta- verk, hvar sem liún lifir, að hún stækkar manninn yfir allar þær ógnir, sem mæta honum i lífinu. Er það því ekki of einhliða skilningur á hreystiverkum °g hetjuhug Finna, ef ekki er komið auga á þann þáttinn 1 hetjuhug þeirra, sem minnir á eldmóð píslarvottanna i fyrstu kristni? Finnar vita, hverju þeir berjast gegn. Þeim er enn i fersku minni blóðrauða kommúnistáhöndin, sem fyrir nokkurum árum rændi kirkju þeirra og myrti marga hjóna hennar á hryllilegasta hátt. Slíkt er eigi hægt að gera í Finnlandi án þess að mis- hjóða því, sem megin þox-ri finsku þjóðarinnar telur sig eiga dýrast og helgast í síixu lifi, því að eigi nokkur þjóð a Norðurlönduxu lifandi trú, þá á Finninn þá trú. Við Islendingar ættum að vera samhuga með hinni biðj- andi og stríðandi finsltu þjóð í þeirri hæn, að sú trú megi enn á ný vera siguraflið sem sigri heiminn. Pétur T. Oddsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.