Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 3
Kirkjuritið. Fyrsta vorblómið. Með kveðju til Þórunnar Sigurðardóttur símameyjar á Sauðárkróki. Þú, kæra, litla, ljósa vorsins blóm, þú leiðir mig að drottins helgidóm; þú berð mér kveðju bærra heimi frá, þú himin opnar minni dýpstu þrá. Þinn trúarmáttur tekur buga minn, þitt tákn er lífið sjálfl og eilífðin: Að alt, sem kól á kaldri vetrarnátt, við kyngi sólar hlýtur líf og mátt. í vetur lástu visið lítið fræ, en vex nú upp í hlýjan sumarhlæ; úr moldu teygist móti sólaryl í mildri þökk til Guðs að vera til. Við eigum bæði eina og sömu þrá og elskum bæði ljósið himnum frá. Við höfum vaxið upp af einni rót og okkur langar sama himni mót. Ég vil svo feginn vera eins hreinn og þú og vaxa i þinni fögru og sterku trú, og brjóta harða moldarfjötra af fót, og fljúga með þér himni drottins mót. Helgi Koitráðsson. Séra Helgi Konráðsson á Sauðárkróki skrifar mér svo með bessu fagra kvæði: „Mér datt í hug að senda þér kvæði, sem ég

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.