Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 4
122 Sálmur. Apríl. gerði í fyrra á sumardaginn fyrsta. Vinkona mín hér — og kirkj- unnar — Þórunn Sigurðardóttir, hefir haft Jjann sið, að senda mér fyrstu blómin, sem sprungið hai'a út i garðinum hennar. Þetta hefir hún gert í mörg vor. í fyrra komu blómin einmitt á sumardaginn fyrsta og biðu mín, þegar ég kom úr kirkjunni. Þú getur skilið, livað þessi hugulsemi kemur við hjartað í mér — og fyrstu blómin á hverju vori eru líka alveg sérstaklega yndisleg". Ég læt þennan bréfkafla fylgja hér, því að þá skilsl kvæðið enn hetur. M. J. Sálmur. Æ, leyf þú mér í ljóði mínu smáu að leita hjá þér stuðnings, drottinn minn, og dyl þig ei í himnum þínum háu, ó herra, sjá, ég krýp við fótstól þinn. Ég vil svo gjarna veginn til þín finna, æ, vísa þú mér, drottinn, réttan stig, og léttu þunga byrði brota minna, mig breslur þrótt, ef styður þú ei mig. Ég fer svo tíðum villur vegar frá þér og veröld læt mér einatt glepja sýn, en þótt ég villist, vertu, drottinn, hjá mér, þú viltra sauða hirðir, gættu mín. Og gef mér þrótt, að voni, þreyi, vaki, þótt verði leiðin erfið, dimm og köld, en einkum þó, að öðrum böl ei baki, að beri ei aðrir minna synda gjöld. Ég bið þig, vertu Ijósið leiðar minnar, sem lýsir gegnum sérhvert rauna él, og Iát mig finna ylinn ástar þinnar, þótt ytri vona blómin frjósi i hel. Sem barnið litla leitar trausts hjá móður, svo leita ég í föðurskjól til þín og fel mig þinni umsjá, Guð minn góður, ég get ei annað — veit þú gætir mín. •—n.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.