Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 6
124 Magnús Jónsson: Apríl. gagnvart ríkinu. Og þetta átti meðal annars og sérstaklega að koma fram i stofnun kirkjuþings. I hóp þessara manna var jafn varfærinn maðUr og séra Eiríkur Briem, að ekki sé nefndur nema hann einn. Það var varla hætta á að hann legði með þessu af einliverri nýjungagirni eða án þess að hugsa málið vandlega. Og ekki hefir verið ýtt á hann frá þeim samflokksmönnum hans, sem við völdin voru, því að þetta frumvarp var eitt af því fáa í starfi nefndarinnar, sem stjórnin har ekki fram á Alþingi. Er nú rétt að athuga frumvarpið frá 1906 nokkru nán- ar til þess að bera það saman við þær tillögur, sem nefnd Prestafélagsins bar fram í fyrra, og athuga, livort hafa ætti frekar. I i. grein er ákveðið, að kirkjuþing skuli haldið þriðja hvert ár. Þar býst ég við að flestir verði sammála um, að eðlilegra væri, eins og nú er öllu háttað, að þinghaldið væri annaðhvert ár. Heimild skyldi og vera fyrir ráðherra að kalla kirkjuþing saman fyr en þrjú ár eru liðin. Þingið skal lialda í síðari hluta júní og biskup ákveður daginn. Þá er hér mikilsvarðandi atriði, að „synódus, sem nú cr, skal leggjast niður." Þetta ákvæði hlýtur maður að undr- ast nokkuð, þegar þess er gætt, að kirkjuþing átti ekki að koma saman nema þriðja hvert ár. Hefði því virzt eðli- Iegra að ákvæðið væri þannig, að „synódus, sem nú er, skal leggjast niður það ár, sem kirkjuþing er haldið." Það hefði áreiðanlega orðið mikill skaði að þessu ákvæði, ef samþykt hefði verið. En þess ber þó að geta hér til skýr- ingar, að synódus var um þessar mundir engan veginn það, sem hún nú er. Hún stóð þá venjulega einn dag og hafðist lítið að annað en að afgreiða nokkur mál eftir tillögum biskups. Samt finst manni, að ekki væri ástæða til þess að fella það fundarhald niður nema þá það ár, sem kirkjuþingið átti að koma saman og gat afgreitt þessi sömu erindi. 2. gr. er um samkomustaðinn. 3. gr. er alment um verksvið kirkjuþings.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.