Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 7
Kirkjuritið. Um kirkjuþing. 125 k. gr. skilgreinir nánar verksviðið og markar vald kirkju- þings. Er það mjög svipað því, sem nú er um kirkjuráð og svipað því, sem ákveðið var í frumvarpi Prestafélags- nefndarinnar. 5. gr. liefir nánari skilgreining á ákveðnum flokki mála. 6. gr. er um skipun kirkjuþings, og er hún þvi mjög mikils virði. Þar er ákveðið, að þingið skuli skipað 24 mönnum, og eru þeir þessir: a) biskupinn yfir íslandi. h) 1 Jögfræðingur tilnefndur af ráðherra Islands. c) 1 guð- fræðingur tilnefndur af biskupi og d) 21 fulltrúar kosnir í prófastsdæmunum. Um þessa skipun kirkjuþings segir í greinargerð, að það þyki sjálfsagt, að biskup og fulltrúar úr öllum prófasts- dæmum eigi sæti á þinginu. Þá þykir nauðsynlegt, að þar sé maður með lögfræðisþekkingu og loks að þar sé trygg- 'ng fyrir sérstakri guðfræðilegri þekkingu. Mér finst þessi skipun kirkjuþings afar gölluð. Ef fyrst er minsl á hiskupinn, þá verður sjálfsagt ekkí annað sagl en að prýði sé að honum á kirkjuþinginu. En öð það sé „sjálfsagður hlutur" að hann sé þar fulltrúi fæ eg ekki séð. Ekki eru ráðherrar þingmenn samkvæmt stöðu sinni. Þeir eiga þar sæti og hafa málfrelsi og til- lögurétt, en þeir eiga þar ekki þingmannsrétt nema þeir séu þingmenn, og hefir víst aldrei nokkurum manni dottið það í hug. Sama finst mér eðlilegast hér. Biskup er eftir sem áður yfirmaður kirkjunnar og formaður kirkjuráðs, sem yrði nokkurskonar framkvæmdastjórn þingsins, líkt °g rikisstjórnin er nú framkvæmdastjórn Alþingis. Og hann yrði vitanlega vegna stöðu sinnar, aðstöðu og hæfi- leika voldugasti maður þingsins að jafnaði, þó að hann ætti þar ekki þingmannsrétt. Það er hinsvegar ekki ástæða til þess að leggja á þetta neina áherzlu, og ef menn telja réttara að hann sé sjálf- kjörinn fulltrúi, þá er ekki í því nein hætta. Lögfræðingurinn á aftur á móti ekkert erindi í þetta lon, og dettur vonandi engum í hug lengur að hafa hann

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.