Kirkjuritið - 01.04.1940, Qupperneq 7

Kirkjuritið - 01.04.1940, Qupperneq 7
Kirkjuriti'ð. Um kirkjuþing. 125 !). gr. skilgreinir nánar verksviðið og markar vald kirkju- þings. Er það mjög svipað því, sem nú er um kirkjuráð og svipað því, sem ákveðið var í frumvarpi Prestafélags- nefndarinnar. 5. gr. liefir nánari skilgreining á ákveðnum flokki mála. 6. gr. er um skipun kirkjuþings, og er hún því mjög mikils virði. Þar er ákveðið, að þingið sknli skipað 24 mönnum, og eru þeir þessir: a) biskupinn vfir fslandi. 1)) 1 lögfræðingur tilnefndur af ráðherra fslands. c) 1 guð- fræðingur tilnefndur af hiskupi og d) 21 fulltrúar kosnir i prófastsdæmunum. Um þessa slcipun kirkjuþings segir i greinargerð, að það þyki sjálfsagt, að biskup og fulltrúar úr öllum prófasts- dæmum eigi sæti á þinginu. Þá þykir nauðsvnlegt, að þar sé maðnr með lögfræðisþekkingn og loks að þar sé trvgg- ing fyrir sérstakri guðfræðilegri þekkingu. Mér finst þessi skipun kirkjuþings afar gölluð. Ef fvrst er minst á biskupinn, þá verður sjálfsagt ekki annað sagt en að prýði sé að honum á kirkjuþinginn. En nð jiað sé „sjálfsagður lilutur“ að hann sé þar fulltrúi fæ ég ekki séð. Ekki eru ráðherrar þingmenn samkvæmt stöðu sinni. Þeir eiga þar sæti og hafa málfrelsi og til- lögurétt, en þeir eiga þar ekki þingmannsrétt nema þeir séu þingmenn, og hefir víst aldrei nokkurum manni dottið bað í hug. Sama finst mér eðlilegast hér. Biskup er eftir sem áður yfirmaður kirkjunnar og formaður kirkjuráðs, sem vrði nokkurskonar framkvæmdastjórn þingsins, líkl °g ríkisstjórnin er nú framkvæmdastjórn Alþingis. Og úann yrði vitanlega vegna stöðu sinnar, aðstöðu og liæfi- leika voldugasti maður þingsins að jafnaði, þó að hann ;etti þar ekki þingmannsrétt. Það er hinsvegar ekki ástæða til þess að leggja á þetta neina áherzlu, og ef menn telja réttara að hann sé sjálf- kjörinn fulltrúi, þá er ekki i því nein hætta. Lögfræðingurinn á aftur á móti ekkert erindi í þetta lón, og dettur vonandi engum i hug lengur að hafa hann

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.