Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 8
126 Magnús Jónsson: April. þar. Ef einhver fulltrúanna er lögfræðingur, þá er það gott, en annars er engin liætta á að þingið gæti ekki bjarg- azt af án sliks. Altaf er hægt að spyrja lögfræðing og fá lögfræðilega aðstoð, ef eitlhvað þessliáttar her að hönd- um, þó að ekki sé lögfræðingur á sjálfu þinginu. Stjórnskipaði guðfræðingurinn er þó næstum enn und- arlegra fyrirbrigði. Það mætti þá takast undarlega og ó- lánlega um kosningu til kirkjuþings, ef þar væri ekki fyrir hendi sæmileg guðfræðiþekking, og hezt að liætta þá held- ur við all saman. Yfirleitt sýnist í þessu öllu saman koma fram áhrif frá skipun konungkjörnu þingmannanna á Alþingi. Þetta þótti þarflegt fyrirkomulag á þessum árum. En nú er það all saman horfið. En svo eru það fulltrúarnir sjálfir, þeir kjörnu. Um þá segir í 7. gr„ að þeir skuli vera meðlimir þjóðkirkj- unnar, fullra 3Ó ára að aldri, eiga löglega með sig sjálfir og hafa óflekkað mannorð. Hér eru með öðrum orðum engar tryggingar settar um það, að á kirkjuþingi sén neinir þjónar kirkjunnar, hvorki í prestastétt né leikmanna, og því síður neitt um hlulfallið þarna á milli. En það tel ég eitt af meginatriðum málsins, að tryggja þar háðum setu, og helzt ákveða hlutfallið al- veg. Eg tel að þar eigi, að minsta kosti i fyrstu, að vera heldur fleiri prestar. En leikmenn eigi að vera þar margir og mjög hliðstæðir. Og það verður að tryggja það, að þar séu einmitt þeir leikmenn, sem eru i kirkjulegu starfi. Þá þarf ekki að taka það fram, að þeir skuli vera í þjóðkirkj- unni (þ. e. heyra þeim félagsskap til, sem þeir eru fnll- trúar fyrir!), og vonandi þvi síðnr, að þeir séu ekki við- nrkendir misyndismenn. Þetta er of losaralega ákveðið, og rent of hlint í sjóinn um algerlega nýja samkomu, þar sem alt þarf vcl að vanda, einkum í fyrstu. Þá er 8. gr. um kjördæmaskipunina. Þar er svo ákveðið, eftir því sem segir í greinargerð, að þau prófastsdæmi,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.