Kirkjuritið - 01.04.1940, Qupperneq 9

Kirkjuritið - 01.04.1940, Qupperneq 9
Kirkjuritið. Um kirkjuþing. 127 sem hafa undir 3000 íbúa, kjósi með öðru prófastsdæmi, þau sem hafi 3000—5000 ihúa, kjósi einn fulltrúa, og þau, sem hafi yfir 5000 iitúa, kjósi 2 fulltrúa. Loks kýs Reykjavík 2 fullírúa. Samkvæmt þessu eru svo kjördæmin talin upp i 8. gr. Hér er nú strax sá galli á gjöf Njarðar, að fólksflutn- ingar rugla þetta alt mjög fljótt, svo að eftir nokkurt ára- bil er hér komin „ranglát kjördæmaskipun“ og kvartanir vfir því. En vitanlega er hér eitt af vandamálunum í skip- un kirkjuþings, svo að bezt er að vera ekki harður í dómum. En undarlegt finst manni að ætla að leggja synódus niður fvrir svona skipað þing, þar sem tvö prófastsdæmi eru saman um fulltrúa og ekki einu sinni víst, að hann sé prestur. Það er mjög hætt við, að prófastsdæmin reynist allaf óhaefur grundvöllur við skipun kirkjuþings, þó að aðal- fundur Prestafélagsins sýnist hafa talið hann einan liæf- an. En þetta verður nánar rætt siðar. 9. gr. kveður á um kosningaraðferðina. Og eru það hér- uðsfundir, sem ætlað er að ltjósa. Virðist það ærið hæpin aðferð eftir því sem þeir fundir hafa vfirleitt gengið. Sýnir L- H. B. fram á það í minni hluta áliti sínu, hvernig hefir farið um héraðsfundi þá undanfarið. (Nál. bls. 27). En nefndarmenn hafa ekki fundið aðra aðferð. Nú virðist niiklu betri aðferð fengin, en það er skrifleg kosning, sem farin er að tíðkast. Líklega hafa nefndarmenn húist við því, að þessi kosn- 'ug myndi valda því, að yfirleitt yrðu prestar kosnir á kirkjuþing. En þó er engin trvgging fyrir því, enda óvíst, kvort heppilegt er. Þá eru nánari reglur um kosninguna i þessari grein og sömuleiðis i 10. gr., 11. gr. (safnaðarfundur kýs fulltrúa í Reykjavík og þætti það nú ejnkennileg aðferð), 12. gr. og L3. gr. (um varamenn). ÍL gr. ákveður, að kirkjuþing úrskurði kosningu fulltrúa.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.