Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 10
128 Magnús Jónsson: Apríl. 15. gr. talar nni lögmæti kirkjuþings. 16. gr. ákveður, að bisknp sé sjálfkjörinn forseti kirkjn- þings. Er það ekki heldnr óeðhlegt, ef liann er fulltrúi og synódus á að hverfa. En annars tel ég þetta rangt. Þingið á að vera sjálfstæð slofnun og kjósa sér forseta. Og hvernig á að fara með þetta ákvæði (sbr. og 6. gr. uni „biskupiim yfir íslandi"), ef biskupar skyldu verða fleiri en einn? í frv. er lika talað um „ráðherra íslands", en hvernig er nú komið í þeim efnum? Ég tel sjálfsagt að vinna að þvi, að biskupar verði tveir hér á landi, þó að ég rökslyðji það ekki hér. Þeir niundu þá hafa hver sina ,:synódus". En kirkjuþingið er þing þjóðkirkjunnar allr- ar, eins og kirkjulög myndu gilda um kirkjuna alla. Lang- eðlilegast er því, að það kjósi sér sjálft forseta sinn. En biskup eða biskupar sitja þar sem nokkurskonar heiðurs- gestir og hafa sín miklu ábrif sem forsetar prestastéttar hvor síns hiskupsdæmis, og að minsta kosti annar (eða sá eíni meðan svo er) sem forseti kirkjuráðs. 17. gr. er um að setja þingsköp. 1H. gr. ákveður, að kirkjuþing sitji 8 daga, nema ráð- herra leyfi lengri tíma, og mun það reynast of þröngur tími. 19. gr. ákveður fundi í heyranda hljóði o. s. frv. 20. gr. segir til um þingfararkaup og ferðakostnað kirkjuþingsmanna. 21. og 22. gr. eru niðurlagsakvæði um fjárveitingu o'g fyrsta samkomutíma kirkjuþings. Það sem mér finst megingallarnir á þessu frumvarpi er þetta: 1. Að ekki er ákveðið, bve margir prestar og hve margir leikmenn sitja kirkjuþing. Þctta er meginatriði um góðan árangur. 2. Kjördæinaskipnnin og kosningaraðferðin, einkum kjördæmaskipunin. 3. Niðurlagning synódusar, sem ekki ætti að orða. Minni ágallar eru:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.