Kirkjuritið - 01.04.1940, Side 10

Kirkjuritið - 01.04.1940, Side 10
128 Magnús Jónsson: April. 15. gr. talar uin lögmæti kirkjuþings. 16. (/r. ákveður, að biskup sé sjálfkjörinn forseti kirkju- þings. Er það ekki heldur óeðlilegt, ef hann er fulltrúi og synódus á að hverfa. En annars tel ég þetta rangt. Þingið á að vera sjálfstæð stofnun og kjósa sér forseta. Og hvernig á að fara með þetta ákvæði (sbr. og 6. gr. um ,,biskupinn yfir íslandi“), ef biskupar skyldu verða fleiri en einn? í frv. er líka talað um „ráðberra íslands“, en bvernig er nú komið í þeim efnum? Ég lel sjálfsagt að vinna að því, að biskupar verði tveir hér á landi, þó að ég rökstyðji það ekki hér. Þeir mundu þá hafa hver sína , synódus“. En kirkjuþingið er þing þjóðkirkjunnar allr- ar, eins og kirkjulög myndu gilda um kirkjuna alla. Lang- eðlilegast er því, að það kjósi sér sjálft forseta sinn. En biskup eða biskupar sitja þar sem nokkurskonar heiðurs- gestir og bafa sín miklu áhrif sem forsetar prestastéttar livor síns biskupsdæmis, og að minsta kosti annar (eða sá eini meðan svo er) sem forseti kirkjuráðs. 17. gr. er um að setja þingsköp. /8. gr. ákveður, að kirkjuþing sitji 8 daga, nema ráð- herra leyfi lengri tíma, og mun það reynast of þröngur lími. lí>. gr. ákveður fundi i heyranda ldjóði o. s. frv. 20. gr. segir til um þingfararkaup og ferðakostnað kirkjuþingsmanna. 21. og 22. gr. eru niðurlagsákvæði um fjárveitingu og fyrsta samkomutíma kirkjuþings. Það sem mér finst megingallarnir á þessu frumvarpi er þetta: 1. Að ekki er ákveðið, hve margir prestar og bve margir leikmenn sitja kirkjuþing. Þetta er meginatriði um góðan árangur. 2. Kjördæmaskipunin og kosningaraðferðin, einkum kjördæmaskipunin. 3. Niðurlagning synódusar, sem ekki ælti að orða. Minni ágallar eru:

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.