Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 11
Kirkjuritið. Um kirkjuþing. 129 1. Kirkjuþing kemur of sjaldan saman og hefir of stutt- an starfstíma. 2. Sjálfkjörnu fulltrúarnir. 3. Að sóknarnefndum og safnaðarfulltrúum er ekki sérstaklega sint. 4. Að ekki er gert ráð fyrir þeim möguleika að biskups- dæmi séu tvö. Frumvarp það, sem Prestafélagsnefndin samdi er að rnestu leyti bygt á þeim rökum, sem talin hafa verið hér að framan. Því er þar haldið (þótt í annari röð sé og að breyttu breytanda), sem ekki er gagnrýnt liér í frv. frá 1906, en hinu breytt, sem þar er athugavert. Er aðalefni þess það, sem hér fer á eftir. I /. gr. er ákveðið, að kirkjuþing skuli halda annað hvert ár, og skal ég ekki ræða það frekar, þvi að það orkar varla tvimælis. I 2. gr. er kjördæmaskipunin ákveðin. Hún er þannig: 1- Kjalarnessprófastsdæmi. 2. Borgarfjarðar, Mýra og Snæfellsnessprófastsdæmi að Búlandshöfða. 3. Snæfellsness frá Búlandshöfða, Dala og Barðastrand- arpróf astsdæmi. 4. V.-ísafjarðar, N.-ísafjarðar og Strandaprófastsdæmi nema Prestsbakki. 5. Prestsbakkaprestakall, Húnavatns og Skagafjarðar- prófastsdæmi vestan Héraðsvatna. <>. Skagafjarðar austan Héraðsvatna og Eyjafjarðar- prófastsdæmi. ~- S.-Þingeyjar, N.-Þingeyjar og Skeggjastaða og Vopna- fjarðarprestaköll úr N.-Múlaprófastsdæmi. ^- N.-Múlaprófastsdæmi nema tvö áðurnefnd ])restaköll og S.-Múlaprófastsdæmi. 9. A.-Skaftafells, V.-Skaftafells og Rangárvallaprófasts- dæmi, austurhluti (Holt, Breiðabólstaður, Landeyjar og Vestmannaeyjar).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.