Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 13
Kirkjuritið. Um kirkjuþing. 131 nokkuð óeðlileg. En þarf það að skaða? Hvað er í hættu? Ekki hággar þetta prófastsdæmunum að öðru leyti. Kosn- mgin er í 7. gr. ákveðin skrifleg og stjórnað frá Reykja- vík, svo að fundahöld þarf engin. Reiptog milli kjördæma kaémi naumast til á kirkjuþingi, því að þar yrðu aðallega rædd mjög almenn mál kirkjunnar. En það er á hinn bóginn eðlilegt, að hver kjósandi, hvort heldur er í hóp presta eða leikmanna, hafi sem svipaðasta íhlutun um valið og sem jafnastan möguleika til þingsetu, og það næst ekki nema með því að jafna kjördæmin nokkurn- veginn. A hinn hóginn má vitanlega haga þessu með fleira móti. Til dæmis mætti hafa kjördæmin færri og kjósa þá fleiri í hverju. Mætti jafnvel hafa þau misstór, til þess að særa ekki átthagaástina um skör fram og kjósa mis- jafnlega marga, þó þannig, að hlutfallið milli fulltrúa °g kjósenda væri svipað. Meginatriðið fyrir mér er það, að fá skipun kirkjuþings ákveðna í eðlilegu hlutfalli milli Presta og leikmanna, og þá verður að finna einhvern eðli- Jegan grundvöll undir þeirri skipun. Hitt tel ég ófært, að lata skeika að sköpuðu um skipun þingsins. #• og 9. gr. eru um fyrirkomulagsatriði við kosningu, svo og um varaþingnlenn. 10. gr. segir fyrir um kjörtímabil, 6 ár eða 3 regluleg ping, sem virðist hæfilegt, svo og um það, hvernig fer, ef kú'kjuþingsmaður forfallast. *í. gr. Þar er ákveðið, að biskup og kirkjuráðsmenn eigi sæti á kirkjuþingi jneð málfrelsi, en ekki atkvæðisrétti. Kirkjuráðsmenn tel ég ekki að eigi að hafa þingmanns- rett, þó að þeir eigi þar sæti. Þeir hafa sinn möguleika lll þess að vera sjálfir kjörnir fulltrúar. Um biskup er °oru máli að gegna. Hann hefir ekki kjörgengi, og mætti Pví, þegar af þeirri ástæðu, gefa honum þingmannsrétt, Pó að ég telji það, samkvæmt áður sögðu, ekki nauðsyn- Jegt. *2.—• Í4. gr. eru svo um ýms fyrirkomulags atriði á

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.