Kirkjuritið - 01.04.1940, Síða 14

Kirkjuritið - 01.04.1940, Síða 14
132 Um kirkjuþing. Apríl. kirkjuþingi, svo og um borgun til kirkjuþingsmanna. Alt slikt er álitamál. 1 15.—19. gr. eru lalin þau mál, sem kirkjuþing hefir með að fara, og var ágreiningur um valdsvið þess. Þetta er þá efni frumvarpsins i helztu atriðum. Synódus heldur áfram eins og áður, sömuleiðis kirkjuráð. í því er og reynt að sneiða fram lijá öðrum þeim ágöllum, sem taldir voru á frumvarpinu 1906. Þetta frumvarp var rætt á aðalfundi Prestafélagsins, 29. júní í fvrra vor. Um meðferð jæss þar veit ég ekki annað en það, sem bókað er. Þar „var samþykt ályktun á þá leið, 1) að núverandi prófastsdæmi baldist óbreytt sem kjördæmi, er kjósa skal til kirkjuþings, 2) að synóda og kirkjuráð haldi því valdi í innri málum kirkjunnar, sem þau nú bafa, 3) að núverandi fyrirkomulag um kosningu til kirkjuráðs lialdist og 4) að biskup verði sjálfkjörinn forseti þingsins og hafi þar atkvæðisrétt." Þetta var þá afgreiðslan á jjessu máli, sem ég tel vafa- laust að sé mikilsverðasta mál, sem nú er á döfinni um ytra fyrirkomulag og sjálfstæði íslenzku jijóðkirkjunnar. Um 4. atriðið get ég verið fáorður. Það amast vist eng- inn við því, að biskup sé „sjálfkjörinn forseti kirkjuþings og liafi þar atkvæðisrétt“, ef hann og aðrir telja það eitt- livert meginatriði, sem tryggja þurfi. Ég hefi sýut fram á það, live algerlega óþarft jiað er, og í rauninni gagnstætl þingreglum. Og hvernig færi nú, ef biskupar yrðu tveir, og báðir teldu sig „sjálfkjörna forseta kirkjuþings“? Phi þetta er aukaatriði og ég eyði ekki að því fleiri orðum. Um 3. atriðið er það að segja, að nefndin, sem frum- varpið gerði, ræddi um j)að, hvort ekki væri i rauninni eðlilegasl, að kirkjuþing veldi kirkjuráðið, en ekki varð jiað þó ofan á. Líklega liefir Jjetta samt verið orðað, úr því að fundurinn fann ástæðu til jiess að brýna fyrir sjálf- um sér og öðrum að bagga ekki við jiessu fyrirkomulagi. Kirkjuþing gæti líka sjálfsagt komist af án þess að gera þetta.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.