Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 15
Kirkjuritið. Magnús Jónsson: 133 En.hin atriðin ern alvarlegri, og gera málið í raun og veru ónýtt. 1. atriðið er uni kjördæmaskipunina. Prófastsdæmin eiga að haldast sem kjördæmi. Hvernig er nú hægt að fara fram á slíkt, ef nokkur sanngirni á að vera í kosn- ingunni? 1 sumum prófastsdæmum eru límum saman 2 prestar, en í öðrum um 10. Og svo eru þau of mörg til þess að leyfa þá skipun kirkjuþings, sem að framan er rætt um. En ef þeirri skipun á að hre^'ta, verður að finna alveg annan grundvöll. Þó er 2. atriðið lakast, þvi að þar skilst mér eiginlega alt valdið og verkefnið vera tekið af kirkjuþingi. Það yrði með því móti lítið annað en nokkurskonar málfundur, þar sem kjörnir fulltrúar kæmu saman til þess að skeggræða iun daginn og veginn. Hér er sannarlega ekki uni það að ræða að svifta kirkju- i'áð neinu valdi. Ef kirkjuráð óskar eftir því, að koma ein- hverju góðu til leiðar — og hver efast um það —, þá ætli það að grípa fegins hendi við annari eins aðstoð eins og þeirri, að mega vera framkvæmdarstjórn jafn sterks að- ^la eins og kirkjuþing yrði, í stað þess að vilja „halda því valdi", sem það liefir nú. Og „synódan" á ekki að missa neitt vald, svo að hræðslan er þar óþörf. Mér finst það sannast að segja ekki álitlegt, að málið skyldi fá þessa afgreiðslu. Það er eins og fundurinn hafi engan áhuga haft á öðru en því að tryggja öllum aðiljum forn réttindi, eins og hér væri einhver Tyrki á ferðinni, sem vildi ræna þá. Ekki hagga prófastsdæmunum sem kjördæmum, ekki hrófla við „valdi kirkjuráðs eða synódu," ekki hrófla við kosningu kirkjuráðs, og ekki ganga fram hjá hiskupi, ef þessi virðingarstaða, „forseti kirkjuþings", skyldi verða til! Voru ekki einhverjir fleiri aðiljar, sem Þurftu að tryggja s'ig? Eg hefi altaf hugsað mér þetta mál sem lið í sókn kirkj- unnar á hendur þeim öflum, sem standa í vegi fyrir starfi hennar, en alls ekki sem neitt vantraust á starfi þeirra,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.