Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 17
Kirkjuritið. Kirkjan og stríðið. Á allsherjarkirkjuþinginu mikla í Oxford var samin og' send út um kristnina samþvkt sú um afstöðu kirkj- unnar til styrjaldar, er hér fer á eftir. Vér finnum vel, Iive þetta mál krefsl sterkra átaka og l>ve alt það, sem vér höfum fram að færa, er þróttlítið. . . . hað er aðalhlutverk vort að finna rætur meinsins og benda ú bótina við því. í þessurn efnum verður undirstaðan að vera sú, að vér kristnir menn erum eitl samfélag, Una sancta. Allir kristnir menn játa trú sína á einn drottin, er gjörir til þeirra þess háttar kröfur, sem öllum öðrum kröfum eru æðri. Hér er það æðsta skylda kirkjunnar að vera kirkja 1 raun og veru, eining, sem ristir dýpra en allur munur á kynflokkum og þjóðum. Stríð er eitt einkennið á þeirri veröld, sem hoða skal íngnaðarerindi hjálpræðisins, veröld, sem her vitni um ægivald syndarinnar og uppreisn gegn réttlæti Guðs, er kirtist í Jesú Kristi og honum krossfestum. Engin vörn iyrir stríði má dylja þessa staðreynd eða gjöra lítið úr heimi.... Spurningin um það, hvað sé vilji Guðs, getur leilt kristna lnenn í mikinn vanda, þegar þjóð þeirra á í stríði. Þar konia einkum lil greina tvær skoðanir. Önnnr sú, að stríð- únuin verði útrýmt fyrir kraft Guðs, sem veitir mönn- 11111 um aldirnar trúarþroska og siðgæðisþroska; frjáls VllJi þeirra talci að lyktum í taumana. Hin er sú, að mað- Urinn sé feldur svo í fjötra syndarinnar í þessum spilta keimi, að stríðin verði fyrst afnumin við endurkomu Krists i dýrð.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.